Ungverjum urðu ekki á nein mistök í kvöld þegar þeir unnu Katarbúa, 29:23, í Varaždin í lokaumferð milliriðils tvö á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla. Ungverjar stóðu best að vígi þeirra liða sem áttu mesta möguleika á öðru sæti riðilsins og þar af leiðandi farseðli í átta liða úrslit. Ungverjaland mætir liðinu sem hafnar í fyrsta sæti í milliriðli fjögur sem Íslands á m.a. sæti í.
Frakkar voru fyrir löngu búnir að innsigla efsta sætið í milliriðli tvö. Þeir létu Norður Makedóníumenn ekki slá sig út af laginu í kvöld. Evrópumeistararnir unnu sjötta leik sinn á mótinu nokkuð örugglega, 32:25. Frakkar mæta liðinu sem hreppir annað sæti í milliriðli fjögur.
Hollendingar unnu Austurríkismenn í dag, 34:33, biðu og vonuðu að Ungverjar töpuðu fyrir Katarbúum til þess að blanda sér í baráttuna um annað sætið. Vonir Hollendingar voru veikar og gufuðu alveg upp nokkrum klukkustundum síðar þegar Ungverjar áttu ekki í teljandi erfiðleikum með landslið Katar.
HM “25: Leikjadagskrá, milliriðlar, staðan
Lokastaðan í milliriðli 2: