- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ungverjar kræktu í síðasta ÓL-farseðilinn

Ungverjinn Zoltan Szita sækir á varnarmenn portúgalska landsliðsins í viðureign Ungverja og Portúgala í Tatabánya í kvöld. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Ungverska landsliðið krækti í 12. og síðasta sætið í handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum. Ungverjar unnu Portúgal, 30:27, í síðasta leik 3. riðils forkeppni leikanna í Tatabánya í kvöld. Úrslitin réðust ekki fyrr en á allra síðustu mínútum í hnífjöfnum leik þar sem portúgalska liðið var síst lakara.

Staðan var jöfn að loknum fyrri hálfleik, 16:16. Jafnt var nær á öllum tölum fram á síðustu mínútur.

Ungverjar höfnuðu í öðru sæti í 3. riðli forkeppni Ólympíuleikanna. Norska landsliðið varð efst með þrjá sigra. Sá síðasti var í kvöld á landsliði Túnis, 41:24. Norðmenn tryggðu sér farseðilinn á Ólympíuleikana í annað sinn í röð í karlaflokki með öruggum sigri á ungverska landsliðinu í gær.

Bence Imre var markahæstur í ungverska landsliðinu gegn portúgalska liðinu í kvöld. Hann skoraði níu mörk. Zoltán Szita skoraði fjögur mörk.

Pedro Portela skoraði sex mörk og var markahæstur Portúgala. Luís Frade og Martim Costa skoruðu fimm mörk hvor.

Spánn, Slóvenía, Króatía, Þýskaland, Noregur og Ungverjaland tryggðu sér farseðil til Parísar í forkeppninni. Áður var ljóst að Frakkar, Danir, Svíar, Japanir, Egyptar og Argentína senda einnig karlalandslið til keppni á Ólympíuleikunum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -