- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ungverjar leika um fimmta sætið á Evrópumótinu

Frakkinn Dika Mem sækir á vörn Ungverja í leiknum í Lanxess Arena í kvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Ungverjum tókst að ekki að ná jafntefli eða vinna Frakka í síðasta leik þjóðanna í milliriðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik karla í millriðli þeim sem íslenska landsliðið á sæti í. Frakkar voru skrefinu á undan frá upphafi til enda og unnu leikinn með þriggja marka mun, 35:32, eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik, 20:18.

Úrslitin þýða að Ungverjar hafna í þriðja sæti riðilsins og leika um fimmta sætið við Slóvena á föstudaginn. Austurríki hreppir fjórða sæti riðilsins og ná keppnisrétti í forkeppni Ólympíuleikanna. Fimmta sætið kemur í hlut Íslands. Liðin þrjú voru jöfn að stigum en þegar litið er til innbyrðis markatölu liðanna í leikjunum þremur á standa Ungverjar best að vígi. Austurríki er þar á eftir og loks Ísland.

leikir:markatala
Ungverjaland262:55+7
Austurríki254:55-1
Ísland251:57-6

Króatar reka lestina í milliriðlunum.

Þjóðverjar mæta Dönum

Frakkar eru í efsta sæti riðilsins og taplausir. Alfreð Gíslason og liðsmenn þýska landsliðsins verða í öðru sæti hvernig sem leik þeirra við Króata lýkur í kvöld. Í fyrsta sinn í 10 ár taka gestgjafar Evrópumóts karla þátt í úrslitahelgi mótsins.

Frakkland leikur við Evrópumeistara Svíþjóðar í undanúrslitum á föstudag. Í hinni viðureign undanúrslita eigast við heimsmeistarar Danmerkur og Þýskaland.

Frakkland – Ungverjaland 35:32 (20:18)

Mörk Frakklands: Nedim Remili 7, Dika Mem 6, Nicolas Tournat 4, Charles Bolzinger 3, Ludovic Fabregas 3, Hugo Descat 3, Yanis Lenne 2, Dylan Nahi 2, Elohim Prandi 1, Melvyn Richardson 1, Timothey N’guessan 1, Luka Karabatic 1, Valentin Porte 1.
Mörk Ungverjalands: Bence Banhidi 5, Miklos Rosta 5, Gergo Fazekas 4, Gabor Ancsin 4, Richard Bodo 3, Mate Lekai 3, Bence Imre 3, Egon Hanusz 2, Bendeguz Boka 1, Zoltan Szita 1, Zoran Ilic 1.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -