- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ungverjar og Rússar geta hugað að þátttöku á HM

Nadine Schatzl, Klara Csiszar-Szekeres, Petra Vamos og Melinda Szikora fagna sigri á ítalska landsliðinu í umspili fyrir HM Erd í dag. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Fyrstu fjórir leikirnir í fyrri umferð umspilsins fyrir heimsmeistaramótið í handknattleik kvenna fóru fram í dag. Þar bar e.t.v. hæst að Austurríki og Pólland skildu jöfn, 29:29, í smábænum Maria Enzersdorf í Austurríki.


Ungverjar kjöldrógu liðsmenn ítalska landsliðsins með 27 marka mun og geta bókað flugmiða til Spánar á heimsmeistaramótið sem fram fer í desember, lokatölur 46:19, í Erd í Ungverjalandi. Katrina Klujber skoraði 10 mörk fyrir ungverska liðið.


Rússar eiga einnig sæti í lokakeppi HM næsta víst eftir öruggan sigur á Tyrkjum í Tyrklandi, 35:23. Darya Dimitrieva skoraði sjö mörk fyrir Rússa og var markahæst.


Svartfellingar standa vel að vígi eftir að hafa lagt Hvít-Rússa með sex marka mun, 29:23, í Podgorica. Þetta var fyrsti leikur Svartfellinga undir stjórn Bojönu Popovic, en hún tók við starfi landsliðsþjálfara í síðasta mánuði. Djurdjina Jaukovic skoraði níu mörk fyrir Svartfellingar og var markahæst. Stórstjarnan Jovaka Radicevic skoraði fimm mörk. Ananstasiya Kulka skoraði átta sinnum fyrir landslið Hvíta-Rússlands.


Sex leikir verða á dagskrá umspilsins á morgun. Þar á meðal verður viðureign Slóveníu og Íslands í Ljubljana. Leikurinn hefst klukkan 15.30 og verður í beinni útsendingu hjá RÚV.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -