- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Uppselt er á oddaleikinn í Kaplakrika annað kvöld

Þröng verður á þingi í Kaplakrika annað kvöld á oddaleik FH og ÍBV í Olísdeild karla. Ljósmynd/J.L.Long
- Auglýsing -

FH-ingar tilkynntu í morgunsárið að uppselt er orðið á oddaleik FH og ÍBV í undanúrslitum Olísdeildar karla sem fram fer í Kaplakrika annað kvöld, sunnudag. Sigurlið leiksins leikur til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn við Aftureldingu eða Val.

Áhorfendur verða 2.200 eftir því sem næst verður komist en ekki er leyfilegt að hafa þá mikið fleiri. Mikilvægt er að fólk mæti snemma til að forðast eins og kostur er biðraðir og troðning auk þess sem ekki er ofgnótt af bílastæðum við Kaplakrika.

Gríðarleg eftirvænting hefur verið fyrir oddaleiknum allt síðan að fjórðu viðureign liðanna lauk í Vestmannaeyjum á fimmtudagskvöld eftir tvær framlengingar og vítakeppni. Einnig er mikil spenna í lofti meðal og á milli stuðningsmanna liðanna.

FH vann tvær fyrstu viðureignirnar en ÍBV hefur svarað fyrir sig í tveimur undanförnum leikjum með þeim afleiðingum að oddaleikur stendur fyrir.

Þeir sem ekki komast á leikinn geta fylgst með viðureigninni í opinni dagskrá í sjónvarpi Símans.

Olís karla: Leikjadagskrá, úrslitakeppni

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -