- Auglýsing -
- Auglýsing -

Úr handraðanum: Ársþing 1970

Skjáskot af íþróttasíðu Morgunblaðsins þriðjudaginn 20. október 1970.
- Auglýsing -

Öðru hverju hyggst handbolti.is rýna í gömul blöð og rifja upp eitt og annað sem gerðist á árum áður. Að þessu er er litið nákvæmlega 50 ár aftur í tímann, til 18. okótóber 1970. Þá var ársþing HSÍ haldið í Reykjavík. Þinginu voru gerð ágæt skil í Morgunblaðinu þriðjudaginn 20. október 1970.

Greint var frá því að Valgeir Ársælsson hafi verið kjörinn formaður Handknattleikssambands Íslands sem haldið var í Reykjavík. Fram kemur að fjárhagsafkoma HSÍ hafi verið slæm á starfsárinu og að skuldabaggi sambandsins hafi vaxið um 200 þúsund krónur og sé nú tæplega 900 þúsund.

„Þetta er eins og snjóbolti sem stjórnarmenn hafa orðið að velta á undan sér undanfarin ár,“ er haft eftir fráfarandi formanni, Axel Einarssyni.

Velta HSÍ starfsárið á undan var tæpar þrjá milljónir króna. Stærstu kostnaðarliðirnir voru 1,1 milljón í utanfarir landsliðs og ein milljón í heimsóknir landsliða til landsins. Þar af hafði kostnaður landsliðsins við þátttöku á HM í Frakklandi fyrr á þessu ári verið 410 þúsund og við landsleikjaför til Noregs og Austurríkis 418 þúsund.

Helsta tekjulind HSÍ var af sölu aðgöngumiða á landsleiki, um tvær milljónir. Mesta inntektin var af leikjum við Norðmenn sem komu veturinn áður í heimsókn til tveggja leikja. Alls seldust 4.412 aðgöngumiðar á leikina og tekjurnar voru 592 þúsund. Tekjur af öllum heimaleikjum eru tíundaðar og m.a. skiluðu landsleikir við Lúxemborg 303 þúsundum og heimaleikir við Bandaríkin 387 þúsundum króna.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -