ÍBV vann sinn fyrsta leik á útivelli á keppnistímabilinu í Olísdeild karla í kvöld þegar liðið lagði ÍR með 10 marka mun í Skógarseli, 41:31. Daniel Esteves Vieira átti stórleik hjá ÍBV með 9 mökr í 10 skotum. Með sigrinum færðist ÍBV upp í annað til fjórða sæti Olísdeildar með 11 stig eins og Fram sem vann umdeildan sigur á HK, 26:25, í kvöld og FH sem sækir efsta lið deildarinnar, Aftueldingu, heim á laugardaginn.
Baldur Fritz Bjarnason skoraði 11 mörk fyrir ÍR-liðið sem tapaði öðrum leik sínum í röð og liggur nærri botninum eins og KA og HK.
Marel skoraði sigurmarkið
Marel Baldvinsson skoraði sigurmark Fram gegn HK á síðustu sekúndu í Lambagahöllinni, 26:25. HK-ingar voru æfir í leikslok. Þeir töldu að dæma hefði á ruðning á Marel en hann hafnaði á Leó Snæ Péturssyni varnamanni HK þegar sigurmarkið var skorað. Margt bendir til að HK-ingar hafi rétt fyrir sér en dómararnir voru harðir á að markið hafi verið gott og gilt. Haukur Ingi Hauksson hafði jafnað metin fyrir HK, 25:25, þegar 10 sekúndur voru eftir af leiktímanum.
HK-ingar voru síst lakari í Lambhagahöllinni og voru lengst af með frumkvæðið Þeir verðskulduðu annað stigið en hrepptu það ekki. Framarar voru útsjónarsamir. Arnór Máni Daðason markvörður var afar góður eins Rúnar Kárason sem sneri til baka eftir meiðsli.
Misheppnað leikhlé
Mikil spenna var einnig í KA-heimilinu þar sem KA og Stjarnan skildi jöfn, 27:27. KA-menn misstu boltann hálfri mínútu fyrir leikslok verandi marki yfir, 27:26. Halldór Stefán Haraldsson þjálfari sem mættur var eftir tveggja leikja fjarveru vegna meiðsla, ætlaði að taka leikhlé. Eitthvað mistókst í þeirri ætlan. Eftir samtöl og bollaleggingar missti KA mann af leikvelli og Stjarnan fékk boltann. Ísak Logi Einarsson jafnaði metin með öðru af tveimur mörkum sínum 10 sekúndum fyrir leikslok. KA hóf sókn og fékk aukakast. Skot Bjarna Ófeigs Valdimarssonar fór rétt framhjá marki Stjörnunni. Niðurstaðan skiptur hlutur í KA-heimilinu.
Stórleikur Birkis Snæs
Haukar voru ekki í teljandi vandræðum með Fjölnismenn á Ásvöllum. Birkir Snær Steinsson fór á kostum í sóknarleik Hauka og skoraði 10 mörk í 12 skotum og áttu fjórarar stoðsendingar í 10 marka sigri, 38:28. Eftir að hafa fengið tvö stig úr fimm leikjum á undan var sigurinn Haukum kærkomin.
Leikmenn Fjölnis sem hafa gert hverju liðinu á fætur öðru skráveifu upp á síðkastið náðu sér ekki á strik í kvöld, ekki síst var varnarleikurinn þeim þungur í skauti.
Staðan í Olísdeildum
Úrslit kvöldsins
ÍR – ÍBV 31:41 (16:22).
Mörk ÍR: Baldur Fritz Bjarnason 11/5, Róbert Snær Örvarsson 4, Bernard Kristján Darkoh 3, Eyþór Ari Waage 3, Jökull Blöndal Björnsson 2, Sigurvin Jarl Ármannsson 2, Bergþór Róbertsson 2, Ólafur Rafn Gíslason 1, Egill Skorri Vigfússon 1, Patrekur Smári Arnarsson 1, Viktor Freyr Viðarsson 1.
Varin skot: Ólafur Rafn Gíslason 10, 25,6% – Arnór Freyr Stefánsson 2, 14,3%.
Mörk ÍBV: Daniel Esteves Vieira 9, Sigtryggur Daði Rúnarsson 6, Andri Erlingsson 4, Sveinn Jose Rivera 4, Kári Kristján Kristjánsson 4, Dagur Arnarsson 4/1, Elís Þór Aðalsteinsson 3, Róbert Sigurðarson 2, Kristófer Ísak Bárðarson 2, Gabríel Martinez Róbertsson 2, Gauti Gunnarsson 1.
Varin skot: Pavel Miskevich 10/1, 25%.
Tölfræði HBStatz.
KA – Stjarnan 27:27 (11:12).
Mörk KA: Bjarni Ófeigur Valdimarsson 6/4, Jens Bragi Bergþórsson 5, Ott Varik 5/2, Patrekur Stefánsson 4, Dagur Árni Heimisson 2, Logi Gautason 2, Kamil Pedryc 1, Daði Jónsson 1, Magnús Dagur Jónatansson 1.
Varin skot: Nicolai Horntvedt Kristensen 11, 30,6% – Bruno Bernat 0.
Mörk Stjörnunnar: Hans Jörgen Ólafsson 10, Tandri Már Konráðsson 6/5, Ísak Logi Einarsson 2, Jóel Bernburg 2, Rytis Kazakevicius 2, Adam Thorstensen 1, Daníel Karl Gunnarsson 1, Starri Friðriksson 1, Jón Ásgeir Eyjólfsson 1, Pétur Árni Hauksson 1.
Varin skot: Adam Thorstensen 7/1, 28% – Sigurður Dan Óskarsson 4/1, 30,8%.
Tölfræði HBStatz.
Fram – HK 26:25 (13:15)
Mörk Fram: Rúnar Kárason 8, Reynir Þór Stefánsson 7, Ívar Logi Styrmisson 3/2, Eiður Rafn Valsson 3, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 1, Theodór Sigurðsson 1, Erlendur Guðmundsson 1, Marel Baldvinsson 1, Dagur Fannar Möller 1.
Varin skot: Arnór Máni Daðason 19, 43,2%.
Mörk HK: Andri Þór Helgason 5, Aron Dagur Pálsson 5, Leó Snær Pétursson 4, Kári Tómas Hauksson 3, Haukur Ingi Hauksson 3, Ágúst Guðmundsson 2, Tómas Sigurðarson 1, Sigurður Jefferson Guarino 1, Júlíus Flosason 1.
Varin skot: Róbert Örn Karlsson 13, 33,3%.
Tölfræð HBStatz.
Haukar – Fjölnir (23:16).
Mörk Hauka: Birkir Snær Steinsson 10, Skarphéðinn Ívar Einarsson 5, Hergeir Grímsson 5, Þráinn Orri Jónsson 4, Andri Fannar Elísson 3/1, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 3, Össur Haraldsson 2, Adam Haukur Baumruk 2, Sigurður Snær Sigurjónsson 2, Aron Rafn Eðvarðsson 1, Kristinn Pétursson 1.
Varin skot: Vilius Rasimas 11/1, 33,3% – Aron Rafn Eðvarðsson 3, 33,3%.
Mörk Hauka: Björgvin Páll Rúnarsson 6/4, Gísli Rúnar Jóhannsson 4, Brynjar Óli Kristjánsson 4, Viktor Berg Grétarsson 3, Óðinn Freyr Heiðmarsson 3, Haraldur Björn Hjörleifsson 3, Alex Máni Oddnýjarson 2, Gunnar Steinn Jónsson 1, Tómas Bragi Starrason 1, Óli Fannar Pedersen 1.
Varin skot: Bergur Bjartmarsson 4/2, 23,5% – Sigurður Ingiberg Ólafsson 4, 13,8%.
Tölfræði HBStatz.
Staðan í Olísdeildum.