- Auglýsing -
- Auglýsing -

Vængir sóttu stig í Safamýri

Leikmenn Vængja Júpiters hressir eftir kappleik á síðasta keppnistímabili. Mynd/Aðsend
- Auglýsing -

Vængir Júpíters unnu annan sigur sinn á leiktíðinni í Grill 66-deild karla í handknattleik í kvöld þegar þeir sóttu ungmennalið Fram heim í Framhúsið, 25:12. Staðan var jöfn að loknum fyrri hálfleik, 12:12.


Leikurinn var áfram jafn í síðari hálfleik þangað til tíu mínútur voru til leiksloka. Þá voru leikmenn Vægjanna þrautseigari og sigldu framúr og unnu kærkominn fjögurra marka sigur. Lykillinn að sigri Vængjanna var án efa 5/1 vörn liðsins sem lið Fram átti fá svör við. Hún gerði gæfumuninn þegar öllu var á botninn hvolft.


Daníel Freyr Andrésson, markvörður Guif í Svíþjóð og einn aðstoðarþjálfara Vængjanna, hefur verið leikmönnum innan handar síðustu daga og vikur og unnið með þeim á myndsímafundum. Þeir fundir skiluðu árangri í kvöld, að sögn forráðamanns liðsins.


Mörk Fram U.: Stefán Orri Arnalds 7, Aron Fannar Sindrason 4, Arnór Róbertsson 3, Marteinn Sverrir Ingibjargarson 2, Aron Örn Heimisson 2, Róbert Árni Guðmundsson 2, Agnar Daði Einarsson 1.
Mörk Vængja Júpíters: Ari Pétursson 6, Jón Hjálmarsson 4, Brynjar Loftsson 4, Gísli Steinar Valmundsson 4, Ragnar Áki Ragnarsson 3, Hlynur Már Guðmundsson 2, Jón Brynjar Björnsson 1, Arnþór Örvar Ægisson 1.

Staðan í Grill 66-deild karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -