- Auglýsing -
- Auglýsing -

Vængjum Júpiters dæmdur sigur í kæruleik

Mynd/EPA
- Auglýsing -

Dómstóll Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, hefur staðfest úrskurð mótanefndar HSÍ þess efnis að lið Harðar á Ísafirði hafi teflt fram ólöglegum leikmanni í leik sínum við Vængi Júpíters, VJ, í Grill 66-deild karla í handknattleik 20. febrúar og tapi viðureigninni, 10:0. Dómurinn var birtur á vef HSÍ í morgun.


Í fyrrgreindum leik kom óskráður leikmaður við sögu. Fékk hann rautt spjald þegar upp komst. Forráðamenn VJ sendu mótanefnd tilkynningu vegna þess að Hörður tefldi fram ólöglegum leikmanni að þeirra mati. Mótanefnd tók sér nokkra daga til að fara yfir málið og úrskurðaði VJ í hag. Forráðamenn Harðar voru ósáttur við úrskurðinn og kærðu hann til dómstóls HSÍ sem birti ofangreinda niðurstöðu sína í morgun.


Í niðurstöðu dómsins segir m.a. „Ljóst er að stafsmaður kærenda [Hörður – innskot handbolti.is] fór yfir leikskýrslu rétt fyrir leik og staðfesti að allt væri rétt.“


„Niðurstaða mótanefndar HSÍ að kærandi hafi notað ólöglegan leikmann í leik Vængja Júpíters og Harðar er staðfest og jafnframt er staðfest sú niðurstaða að Hörður hafi tapað leiknum, 0:10,“ segir í dómsorði.

Dóminn í heild má nálgast hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -