Óhætt er að segja að Valsmenn hafði sloppið með skrekkinn og bæði stigin frá heimsókn sinni til Fjölnismanna í Fjölnishöllina í kvöld. Valur marði eins marks sigur á síðustu andartökum leiksins eftir að hafa verið lengst af síðari hálfleiks og allt þar til þrjár mínútur voru til leiksloka. Lokatölur, 35:34, fyrir Val. Þriðji leikurinn í þessari umferð endar með þessari markatölu og hreint með ólíkundum að helmingur leikja í sömu umferðinni ljúki með sömu niðurstöðu.
Fjölnismenn geta svo sannarlega verið vonsviknir að hafa ekki fengið a.m.k. annað stigið úr leiknum í Fjölnishöllinni. Þeir börðust eins og ljón og hlupu eins og þeir gátu gegn Valsliðinu sem sótt hefur í sig veðrið upp á síðkastið. Enn einu sinni sýndu nýliðarnir að þeir eru svo sannarlega sýnd veiði en ekki gefin.
Valur var með frumkvæðið lengst af fyrri hálfleik og voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 18:15. Gestir héldu í horfinu framan af síðari hálfleiks. Baráttuglaðir Fjölnismenn færðu sig upp á skaftið þegar á leið. Þeir náðu þriggja marka forskoti, 27:24, um miðjan síðari hálfleik og voru enn tveimur mörkum yfir, 32:30, þegar sex mínútur voru eftir af leiktímanum. Þá kom reynsla Valsmenna sér vel. Hún fleytti þeim áfram og til naums sigurs.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Mörk Fjölnis: Óðinn Freyr Heiðmarsson 8, Björgvin Páll Rúnarsson 7/2, Alex Máni Oddnýjarson 7, Haraldur Björn Hjörleifsson 6, Victor Máni Matthíasson 3, Brynjar Óli Kristjánsson 2, Viktor Berg Grétarsson 1.
Varin skot: Bergur Bjartmarsson 13/2, 28,9% – Sigurjón Ágúst Sveinsson 0.
Mörk Vals: Úlfar Páll Monsi Þórðarson 8, Viktor Sigurðsson 5/2, Magnús Óli Magnússon 4, Bjarni Í Selvindi 4, Agnar Smári Jónsson 3, Miodrag Corsovic 3, Kristófer Máni Jónasson 3, Andri Finnsson 2, Ísak Gústafsson 1, Björgvin Páll Gústavsson 1, Allan Norðberg 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 12, 29,3% – Arnar Þór Fylkisson 2, 33,3%.
Tölfræði HBStatz.