Allan Norðberg leikmaður Vals er í 18 manna landsliðshópi Færeyinga sem tekur þátt í Evrópumótinu í handknattleik í Þýskalandi í næsta mánuði. Hann er sá eini í færeyska landsliðshópnum sem leikur með íslensku félagsliði um þessar mundir. Aðeins er einn leikmaður í hópnum sem leikur með færeysku félagsliði, línumaðurinn Ísak Vedelsbøl.
Nicholas Satchwell, markvörður, örvhenta skyttan Vilhelm Poulsen og línumaðurinn Pætur Mikkjalsson hafa einnig leikið hér á landi en þeir eru í hópnum sem Peter Bredsdorff-Larsen landsliðsþjálfari og Julian Johansen aðstoðarmaður hans hafa valið.
Færeyingar taka í fyrsta sinn þátt í Evrópumótinu að þessu sinni og er skiljanlega um stórviðburð að ræða fyrir okkar góðu nágranna enda ætla þeir að fara í þúsundavís til Berlínar þar sem færeyska landsliðið verður í riðli með Norðmönnum, Slóvenum og Pólverjum.
Færeyska landsliðið kemur saman til æfinga á milli jóla og nýárs. Belgar koma til Þórshafnar og leika tvo vináttuleiki við Færeyinga 5. og 6. janúar. Fyrsti leikur Færeyinga á EM verður 11. janúar við Slóvena.
Færeyski EM-hópurinn
Markverðir:
Pauli Jacobsen, HØJ Elite.
Nicholas Satchwell, Viking TIF.
Skyttur og leikstjórnendur:
Tróndur Mikkelsen, Kristiansand Topphåndbold.
Rói Ellefsen á Skipagøtu, IF Hallby HK.
Jónas Gunnarsson Djurhuus, FIF Håndbold.
Pauli Mittún, Team Sydhavsøerne.
Óli Mittún, IK Sävehof.
Elias Ellefsen á Skipagøtu, THW Kiel.
Vilhelm Poulsen, Lemvig-Thyborøn.
Kjartan Johansen, Bækkelaget.
Peter Krogh, Aarhus HC.
Hornamenn:
Rói Berg Hansen, HØJ Elite.
Leivur Mortensen, FIF Håndbold.
Hákun West av Teigum, Füchse Berlin.
Allan Norðberg, Val.
Línumenn:
Teis Horn Rasmussen, Aarhus HC.
Pætur Mikkjalsson, IF Hallby HK.
Ísak Vedelsbøl, H71.