- Auglýsing -
Valur er kominn í kjörstöðu í undanúrslitum Olísdeildar karla í handknattleik eftir að hafa lagt Selfoss öðru sinni í kvöld nokkuð örugglega, 35:29, í annarri viðureign liðanna í Sethöllinni á Selfossi. Valsmenn geta tryggt sér sæti í úrslitum með sigri á heimavelli á sunnudagskvöld í þriðju viðreign liðanna.
Valur var marki yfir í hálfleik, 16:15, eftir jafnan leik. Í síðari hálfleik skildu leiðir fljótlega. Valsmenn náðu mest sjö marka forskoti, 31:24, þegar 13 mínútur voru til leiksloka. Leikmenn Selfoss höfðu ekki uppi neina burði til þess að halda í við meistarana og ljóst að mikið þarf að breytast til þess að kúvending verði í einvígi liðanna á sunnudagskvöld.
Mörk Selfoss: Richard Sæþór Sigurðsson 7, Atli Ævar Ingólfsson 6, Árni Steinn Steinþórsson 5, Hergeir Grímsson 3, Alexander Már Egan 3, Ragnar Jóhannsson 2, Karolis Stropus 2, Guðmundur Hólmar Helgason 1.
Varin skot: Vilius Rasimas 16/2, 34%.
Mörk Vals: Arnór Snær Óskarsson 6/1, Finnur Ingi Stefánsson 5, Stiven Tobar Valencia 5, Þorgils Jón Svölu Baldursson 4, Magnús Óli Magnúson 3, Benedikt Gunnar Óskarsson 3/2, Róbert Aron Hostert 3, Einar Þorsteinn Ólafsson 2, Tjörvi Týr Gíslason 2, Vignir Stefánsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 12, 29,3% – Sakai Motoki 0.
Öll tölfræði leiksins er hjá HBStatz.
- Auglýsing -