- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valsmenn eru úr leik eftir hressilega mótspyrnu

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, og leikmenn hans í stóðu sig afar vel gegn Lemgo. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Íslandsmeistarar Vals eru úr leik í Evrópudeildinni í handknattleik eftir hetjulega frammistöðu gegn þýsku bikarmeisturunum Lemgo í tveimur leikjum, samtals 54:47. Valur tapaði í kvöld með sex marka mun í Phoenix Contact Arena í Lemgo, 27:21, eftir að hafa átt í fullu tré við leikmenn Lemgo í 50 mínútur.


Eins og á heimavelli fyrir viku þá var lokakaflinn í kvöld Valsliðinu erfiður. Það skoraði ekki mark síðustu tíu mínúturnar eða þar um bil. Leikmenn Lemgo skoruðu síðustu fimm mörkin eftir að Valur hafði minnkað muninn í eitt mark, 22:21.


Staðan í hálfleik í kvöld var jöfn, 11:11. Valsmenn voru síst lakari í fyrri hálfleik og lengst af síðari hálfleiks. Þeir skoruðu þrjú fyrstu mörk síðari hálfleiks og komust í vænlega stöðu, 14:11. Í stöðunni 15:13 fyrir Val skoruðu leikmenn Lemgo sjö mörk í röð og náðu fimm marka forskoti. Valsmenn náðu áhlaupi eftir það og söxuðu á forskot heimamanna þannig að það var aðeins eitt mark, 22:21. Nær komust Hlíðarendapiltar ekki. Þeir geta verið stoltir af frammistöðu sinni gegn þýsku bikarmeisturunum.


Mörk Vals: Þorgils Jón Svölu-Baldursson 4, Agnar Jónsson 3, Vignir Stefánsson 3, Magnús Óli Magnússon 3, Tryggvi Garðar Jónsson 2, Einar Þorsteinn Ólafsson 2, Finnur Ingi Stefánsson 1, Stiven Tobar Valencia 1, Tumi Steinn Rúnarsson 1, Tjörvi Týr Gíslason 1.
Björgvin Páll Gústavsson varði 13 skot í marki Vals samkvæmt tölfræði EHF, 32,5%.

Mörk Lemgo: Bobby Schagen 6, Jonathan Carslbogard 5, Isaias Guardiola Villaplana 4, Luka Zerbe 4, Gedeon Guardiola Villaplana 3, Lukas Hutecek 2, Michael Reiteman 2, Andrej Kogut 1.
Peter Johannesson varði 12 skot í mark Lemgo, 36%.

Bjarki Már Elísson lék ekki með Lemgo vegna meiðsla eins og kom fram fyrr í dag á handbolta.is.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -