- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valsmenn gáfu efsta sætið ekki eftir – Öruggt hjá Fram – Afturelding í 3. sæti

Aftureldingarmenn gátu fagnað í kvöld. Mynd/Raggi Óla
- Auglýsing -

Valur vann öruggan sigur á Haukum í Origohöllinni í kvöld þegar liðin mættust í áttundu umferð Olísdeildar karla í handknattleik, 31:25, og bundu þar með enda á fjögurra leikja sigurgöngu Hafnafjarðarliðsins. Valsmenn hafa þar með þriggja stiga forskot á FH, sem á leik til góða, og Aftureldingu sem lagði Gróttu í kvöld, 30:25, að Varmá í leik sem verður hvorugu liðinu eftirminnilegur.

HK-ingar bitu aldrei úr nálinni

Fram komst upp í sjötta sæti, stigi upp fyrir KA, með öruggum sigri á HK í Úlfarsárdal, 39:35. Enn einu sinni voru HK-ingar ekki með á nótunum frá upphafi. Fram skoraði fimm fyrstu mörk leiksins. HK-ingar bitu aldrei úr nálinni með þessari fimm marka forgjöf. Þeir voru fjórum mörkum undir í háfleik, 16:12.

Framarar settu á fullt stím í síðari hálfleik og voru mest átta mörkum yfir áður en slakað var á klónni undir lokin.

Björgvin Páll Gústavsson markvörður Vals. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Björgvin Páll fór á kostum

Haukar gátu með sigri í kvöld komist upp að hlið Valsara. Vopnin snerust hinsvegar alveg í höndum leikmanna Hauka að þessu sinni. Þeir héldu í við Valsara framan af fyrri hálfleik. Þeir voru fjórum mörkum undir að loknum fyrri hálfleik, 17:13.

Valsmenn settu á fulla ferð í síðari hálfleik. Björgvin Páll Gústavsson fór á kostum í markinu í síðari hálfleik eins og þeim fyrri og lauk leik með 46% hlutfallsmarkvörslu. Valur var lengi með 10 marka forskot í síðari hálfleik og úrslitin ljós löngu áður en flautað var til leiksloka.

Magnús Óli Magnússon lék ekki með Valsliðinu vegna meiðsla.

Betri í síðari hálfleik

Aftureldingarmenn virtist slæptir eftir Evrópuleikinn á laugardagskvöldið þegar þeir mættu Gróttumönnum að Varmá í kvöld. Hver mistökin ráku önnur og aðeins markverðir Aftureldingar sem náðu sér á strik í fyrri hálfleik. Þeir héldu í horfinu. Gróttumenn náðu þriggja mark forskoti með þremur mörkum í röð í autt mark Aftureldingar um miðjan hálfleikinn.

Annars einkenndist fyrri hálfleikur alveg sérstaklega af fjölda einfaldra mistaka á báða bóga. Einar Baldvin Baldvinsson var frábær í marki Gróttu í fyrri hálfleik, með níu varin skot af 20. Hann náði ekki sama flugi í síðari hálfleik.

Aftureldingarmenn hertu upp hugann í hálfleik. Þeir komust yfir fljótlega í síðari hálfleik og þótt þeir sýndu ekki sitt rétta andlit þá dugði það sem þeir sýndu í síðari hálfleik til öruggs sigurs þegar upp var staðið, 30:25.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

Úrslit kvöldsins

Valur – Haukar 31:25 (17:13).
Mörk Vals: Ísak Gústafsson 8, Róbert Aron Hostert 5, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 4, Benedikt Gunnar Óskarsson 3, Andri Finnsson 3, Alexander Petersson 2, Agnar Smári Jónsson 2, Tjörvi Týr Gíslason 2, Viktor Sigurðsson 1, Allan Norðberg 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 17, 45,9% – Arnar Þór Fylkisson 2, 28,6%.

Mörk Hauka: Guðmundur Bragi Ástþórsson 7/3, Ólafur Ægir Ólafsson 5, Birkir Snær Steinsson 3, Adam Haukur Baumruk 2, Úlfur Gunnar Kjartansson 2, Össur Haraldsson 2, Geir Guðmundsson 2, Þráinn Orri Jónsson 1, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 1.
Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 7/1, 23,3% – Magnús Gunnar Karlsson 3.

Afturelding – Grótta 30:25 (12:13).
Mörk Aftureldingar: Þorsteinn Leó Gunnarsson 6, Árni Bragi Eyjólfsson 5, Blær Hinriksson 5, Birgir Steinn Jónsson 4, Þorvaldur Tryggvason 3, Birkir Benediktsson 3, Leó Snær Pétursson 2, Harri Halldórsson 1, Jakob Aronsson 1.
Varin skot: Brynjar Vignir Sigurjónsson 10, 33,3% – Jovan Kukobat 2/2, 66,6%.

Mörk Gróttu: Jakob Ingi Stefánsson 8, Ágúst Ingi Óskarsson 3/1, Jón Ómar Gíslason 3, Hannes Grimm 3, Elvar Otri Hjálmarsson 2, Ágúst Emil Grétarsson 2, Ari Pétur Eiríksson 1, Andri Fannar Elísson 1, Antoine Óskar Pantano 1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 11, 29,7% – Shuhei Narayama 3/1, 42,9%.


Fram – HK 39:35 (16:12).
Mörk Fram: Ívar Logi Styrmisson 8, Reynir Þór Stefánsson 8, Tryggvi Garðar Jónsson 6, Stefán Orri Arnalds 4, Eiður Rafn Valsson 4, Rúnar Kárason 3, Dagur Fannar Möller 1, Theodór Sigurðsson 1, Marko Coric 1, Daníel Stefán Reynisson 1, Magnús Öder Einarsson 1, Bjartur Már Guðmundsson 1.
Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 8, 38,1% – Breki Hrafn Árnason 2, 14,3% – Arnór Máni Daðason 1, 9,1%.

Mörk HK: Aron Gauti Óskarsson 6, Hjörtur Ingi Halldórsson 6, Kristján Ottó Hjálmsson 6, Sigurður Jefferson Guarino 4, Haukur Ingi Hauksson 3, Jón Karl Einarsson 3, Elías Björgvin Sigurðsson 2, Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha 2, Kári Tómas Hauksson 1, Benedikt Þorsteinsson 1, Kristján Pétur Barðason 1.
Varin skot: Sigurjón Guðmundsson 11, 26,8% – Róbert Örn Karlsson 2, 18,2%.

Handbolti.is fylgdist með leikjum kvöldsins á leikjavakt.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -