- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valsmenn hrósuðu sigri í KA-heimilinu

Allan Norðberg kunni vel við sig á gamla heimavellinum í kvöld og skoraði m.a. sjö mörk fyrir Val. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -


Valur lagði KA með þriggja marka mun, 32:29, í KA-heimilinu í kvöld í viðureign liðanna í 15. umferð Olísdeild karla í handknattleik. Öflugur leikur Valsmanna í síðari hluta fyrri hálfleiks og í fyrri hluta þess síðari lagði grunninn að sigri Valsmanna að þessu sinni. Staðan í hálfleik var 20:14, Valsmönnum í vil.


Valur náði mest átta marka forskoti um miðjan síðari hálfleik, 26:18. Eftir það komu KA-menn af krafti til baka og söxuðu niður forskot Valsara sem voru í vandræðum með sóknarleikinn auk þess sem Nicolai Kristensen varði vel. KA tókst að minnka muninn í þrjú mörk, 29:26. Tveir brottrekstrar með skömmu millibili á síðustu fimm mínútunum reyndust KA-liðinu dýrir. Valsmenn héldu sjó og tókst að halda í stigin tvö sem voru í boði.

Þorgils Jón Svölu Baldursson er mættur í Valsbúninginn á nýjan leik. Hér reynir hann að koma böndum yfir Dag Árna Heimisson leikmann KA. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Skarð fyrir skildi

Skarð var fyrir skildi hjá báðum liðum. Alexander Petersson var ekki með Val og Bjarni Ófeigur Valdimarsson var ekki í leikmannahópi KA. Til viðbótar fékk Andri Finnsson leikmaður Vals rautt spjald þegar um 10 mínútur voru til leiksloka.

Svartfellingurinn Miodrag Corsovic var hvergi sjáanlegur í kringum Valsliðið í kvöld. Eftir því sem næst verður komist ríkir óvissa um hvort hann leikur fleiri leiki með Val á keppnistímabilinu.

Valur hefur 20 stig en KA er 10 stigum á eftir.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.


Mörk KA: Dagur Árni Heimisson 6, Einar Rafn Eiðsson 6/1, Arnór Ísak Haddsson 5, Patrekur Stefánsson 3, Logi Gautason 3, Jens Bragi Bergþórsson 2, Ott Varik 2, Einar Birgir Stefánsson 2.
Varin skot: Nicolai Horntvedt Kristensen 18/1, 40,9% – Óskar Þórarinsson 1, 20%.

Mörk Vals: Bjarni í Selvindi 7, Allan Norðberg 7, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 7/3, Viktor Sigurðsson 4, Þorgils Jón Svölu Baldursson 2, Kristófer Máni Jónasson 2, Róbert Aron Hostert 1, Þorvaldur Örn Þorvaldsson 1, Agnar Smári Jónsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 10, 26,3%.

Tölfræði HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -