- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valsmenn í kjölfar Framara

Benedikt Gunnar Óskarsson var markahæstur Valsmanna í 18 marka sigri á Fram. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Þegar Valur mætir franska liðinu PAUC Pays d´Aix í kvöld í Suður-Frakklandi, fyrir norðan Marseille, í Evrópudeildinni í handknattleik, fara þeir í kjölfar leikmanna Fram, FH, Hauka og ÍBV; að leika Evrópuleik í Frakklandi. Framarar léku fyrst gegn frönsku liði í Evrópukeppninni, er þeir mættu Parísarliðinu US Ivry 1970 í Evrópukeppni meistaraliða. Framarar unnu fyrri leikinn í Laugardalshöllinni 16:15, en töpuðu í París 16:24.


FH mætti US Ivry árið eftir, 1971, og vann báða leikina, 18:12 í Reykjavík og 15:14 í París og er FH eina liðið sem hefur fagnað sigri í Evrópuleik í Frakklandi, en níu leikir hafa tapast. Haukar hafa leikið 5 Evrópuleiki í Frakklandi.

Íslensk lið í Evrópuleikjum í Frakklandi:

1970: US Ivry - Fram             24:16.

1971: US Ivry - FH               14:15.

1996: Créteil París - Haukar     24:18.

2001: París St. Germain - Fram   24:23.

2003: Créteil París - Haukar     30:28.

2004: Créteil París - Haukar     31:24.

2006: París St. Germain - Haukar 34:24.

2011: Saint Raphaël - FH         35:26.

2015: Saint Raphaël - Haukar     30:18.

2018: PAUC Pays d´Aix - ÍBV      36:25.

548 Evrópuleikir

Fram tók fyrst íslenskra liða þátt í Evrópukeppninni er þeir mættu Skovbakken í Árósum í Danmörku 1962, eða fyrir 60 árum og máttu þola tap í framlengdum leik, 27:28. Leikmenn Fram voru heiðraðir fyrir leik Fram og ÍBV í sl. viku.

Leikmenn Fram sem voru fyrstir íslenskra handknattleiksmanna til að leika Evrópuleik, voru heiðursgestir á leik Fram og ÍBV á dögunum. Það eru Ingólfur Steinar Óskarsson, Gylfi Jóhannesson, Erlingur Kristjánsson, Sigurður Einarsson, Sigurjón Þórarinsson, Þorgeir Lúðvíksson, Sigríður Sigurðardóttir, sem var mætt fyrir hönd eiginmanns síns Guðjón Jónssonar, sem komst ekki. Þess má geta að Guðjón skoraði fyrsta Evrópumark Íslands – gegn Skovbakken og það gerði Sigríður í kvennaflokki, er hún skoraði gegn norska liðinu Skogn í Laugardalshöllinni 1965. Tómas Tómasson, Jón Helgi Friðsteinsson og Ágúst Þór Oddgersson. Karl G. Benediktsson, þjálfari og leikmaður, og Atli Marínósson komust ekki. Einn leikmaður sem lék gegn Skovbakken er látinn; Hilmar Ólafsson, fyrirliði. Ljósmyndir/Fram, Jóhann G. Kristinsson.

 Síðan Fram lék í Árósum hafa 17 íslensk karlalið leikið 548 Evrópuleiki.

 * Valur hefur tekið þátt í Evrópukeppninni á 25 keppnistímabilum og fóru fram úr FH, sem leikið hefur í Evrópukeppninni á 24 keppnistímabilum.

 * Valur hefur leikið 104 leiki, unnið 47, gert 10 sinnum jafntefli og tapað 47 leikjum. Valsmenn hafa skorað 2.506 mörk í þessum leikjum og skoraði Benedikt Gunnar Óskarsson þeirra 2.500 mark í leik gegn Flensburg að Hlíðarenda á dögunum, 32:37.

 * Haukar hafa leikið flesta Evrópuleiki, 116 og unnið 52 leiki á 20 keppnistímabilum.

Auglýsingaplakatið á leik Skovbakken og Fram 4. nóvember 1962 í Árósum. Það er næsta víst að ekki eru mörg eintök til.

Söguleg leikskrá og plakat

Framarar eiga ýmisleg gögn frá leiknum í Árósum, sem Sveinn H. Ragnarsson lisstjóri, hélt til haga.
Eins og auglýsingaplaggat, sem er sögulegt. Ýmis gögn um leikinn er í ramma við hliðina á plakatinu,
eins og frásagnir um leikinn í dönskum blöðum, jólakort sem Fram fékk frá Skovbakken.


Erlingur Kristjánsson, leikmaður, kom færandi hendi á dögunum, er hann kom með leikskrá leiksins, sem er mikill dýrgripur vegna þess að allir leikmenn, þjálfarar og forráðamenn liðanna rituðu nöfn sín á hana. Leikskránni hefur nú verið komið fyrir í rammanum sem geymir auglýsingaplaggatið. Það var Sveinn sem lét Erling fá leikskránna í veislu eftir leikinn og bað Erling um að sjá um að allir rituðu nöfn sín á skránna, með því að láta hana ganga á milli manna við veisluborðin.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -