- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valsmenn leika tvisvar um helgina í Põlva

Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Valsmenn eru komnir til Põlva í Eistlandi þar sem þeir leika um helgina í tvígang við heimaliðið, Põlva Serveti í annarri umferð, 32-liða úrslit, Evrópubikarkeppni karla í handknattleik.

Fyrri leikur Vals og Põlva Serveti hefst í Mesikäpa Hall í Põlva klukkan 16 í dag. Síðari viðureignin verður á sama stað á morgun. Þá verður hafist handa við leik klukkan 15.


Põlva Serveti er í öðru sæti af sex liðum í eistnesku úrvalsdeildinni í karlaflokki að loknum fimm leikjum með átta stig, fjórir sigrar, eitt tap. Eina tapið til þess var gegn Viljandi, efsta liði deildarinnar, 32:30. Viljandi hefur fullt hús stiga eftir fimm leiki.

Valur vann Granitas Karys nokkuð örugglega í tveimur leikjum í Kaunas í Litaén í síðasta mánuðí 1. umferð Evrópubikarkeppninni. Põlva Serveti lagði Granitas Karys, 33:31, á heimavelli á síðasta laugardag, 33:31, í Eystrasaltsdeildinni (Eistland, Lettland, Litáen).

Põlva Serveti sat yfir í 1. umferð Evrópubikarkeppninnar meðan Valur lék tvisvar í Litáen. Põlva heltist úr lestinni í 32-liða úrslitum, 2. umferð, á síðasta ári eftir tvo leiki við Runar frá Noregi, 36:35, 30:41.

Að þremur leikmönnum undanskildum eru allir leikmenn Põlva Serveti Eistlendingar. Innanborðs er einn Úkraínumaður, einn Letti auk eins Rússa.

Dómarar beggja leikja verða Litáarnir Andrius Grigalionis og Gytis Sniurevicius. Eftirlitsmaður verður Viktoriia Alpaidze frá Lettlandi.

Handbolti.is hefur ekki upplýsingar um hvort hægt verði að fylgjast með útsendingu frá leikjunum. Hafi einhver vitneskju um það má senda póst á handbolti@handbolti.is eða í gegnum skilaboðaskjóðu Facebooksíðu handbolti.is.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -