- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valsmenn lentu á vegg

Valsmenn leika gegn þýska liðinu Frisch Auf! Göppingen. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Leikmenn þýska liðsins Göppingen reyndust vera númeri of stórir fyrir leikmenn Vals í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handknattleik karla í kvöld þegar liðin leiddu saman hesta sína í Origohöllinni. Lokatölur, 36:29, fyrir Göppingen sem hafði með einni undantekningu yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda. Eftir fyrri hálfleikinn var fjögurra marka forskot, 17:13.


Síðari leikur liðanna fer fram í Göppingen eftir viku. Eftir úrslit kvöldsins þá er ljóst að kraftaverk þarf til þess að snúa taflinu við. Valsmenn geta borið höfuðið hátt, utan vallar sem innan. Leikurinn var skemmtilegur, Origohöllin fullsetin af áhorfendum, stemningin frábær og umgjörðin á heimsmælikvarða.


Göppingenliðið lék af aga í sóknarleiknum og gætti þess að hleypa leiknum aldrei upp fyrir þann hraða sem var því ekki viðráðanlegur. Varnarleikurinn góður og samvinnan við markvörðin fín. Marin Segi varði 19 skot, 40%. Segja má að Göppingenliðið hafi haldið aftur af Valsmönnum lengst af. Þegar Valur átti tækifæri þá tókst leikmönnum ekki nógu vel upp.

Tæknimistök voru nokkur og auk þess sem opin færi voru á tíðum illa nýtt. Engu að síður þá skoraði Valur 29 mörk án þess að leika sinn allra bestu leik.

Ljóst er alltént að Valur hefði þurft að leika sinn allra besta leik til þessa að ná hagstæðari úrslitum. Því miður vantaði upp á það að þessu sinni.


Mörk Vals: Magnús Óli Magnússon 9, Arnór Snær Óskarsson 4, Tjörvi Týr Gíslason 3, Tryggvi Garðar Jónsson3, Stiven Tobar Valencia, 2, Finnur Ingi Stefánsson 2, Benedikt Gunnar Óskarsson 2, Agnar Smári Jónsson 1, Aron Dagur Pálsson 1, Þorgils Jón Svölu Baldursson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 16, 31%.
Mörk Göppingen: Kvein Gulliksen 10, Marcel Schiller 7, Tim Kneule 5, Jaka Malus 4, Kresimir Kozina 3, Josip Sarac 3, Jon Lindenchroen Andersen 2, Tobias Ellebæk 1, Blaz Blagotinsek 1.
Varin skot: Marin Sego 19, 40%.

Handbolti.is var í Origohöllinni og fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -