Valur vann ÍR með 17 marka mun í hreint ævintýralegum markaleik í Olísdeild karla í Skógarseli síðdegis í dag, 48:31. Vafalaust er ár og dagur liðin síðan lið skoraði 48 mörk í kappleik í efstu deild hér á landi. Valsmenn nýttu sér það að varnarleikur er ekki sterkasta hlið ÍR-liðsins sem kann best við sig í sóknarleiknum. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 27:13.
Valur er þar með áfram í þriðja til fjórða sæti ásamt Aftureldingu með 24 stig, stigi á eftir FH og Fram sem eru í efstu sætunum tveimur.
ÍR-ingar eru áfram í næst neðsta sæti í slæmum málum, aðeins tveimur stigum fyrir ofan Fjölni og tveimur stigum fyrir neðan Gróttu. Fimm umferðir eru eftir. Neðsta lið Olísdeildar fellur en það næst neðsta tekur þátt í umspili um áframhaldandi veru í deildinni.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Mörk ÍR: Sveinn Brynjar Agnarsson 6, Baldur Fritz Bjarnason 5/2, Róbert Snær Örvarsson 4, Hrannar Ingi Jóhannsson 3, Patrekur Smári Arnarsson 3, Bjarki Steinn Þórisson 2, Bernard Kristján Darkoh 2, Viktor Freyr Viðarsson 2, Sigurvin Jarl Ármannsson 2, Eyþór Ari Waage 1, Vilhelm Freyr Steindórsson 1.
Varin skot: Ólafur Rafn Gíslason 7, 21,2% – Rökkvi Pacheco Steinunnarson 6, 22,2%.
Mörk Vals: Gunnar Róbertsson 8, Viktor Sigurðsson 7, Bjarni Selvindi 6, Ísak Gústafsson 5, Andri Finnsson 5, Þorvaldur Örn Þorvaldsson 5, Þorgils Jón Svölu Baldursson 4, Daníel Örn Guðmundsson 4, Allan Norðberg 2, Dagur Leó Fannarsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 18/1, 43,9% – Arnar Þór Fylkisson 2, 20%.
Tölfræði HBStatz.