- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valsmenn voru ekki í vandræðum með Stjörnuna

Kampakátur stuðningsmenn Vals í Laugardalshöll í kvöld. Mynd/HSÍ/Kristján Orri Jóhannsson
- Auglýsing -

Valur mætir ÍBV í úrslitaleik Powerade-bikarsins í handknattleik karla á laugardaginn eftir afar öruggan sigur á Stjörnunni, 32:26, í síðari undanúrslitaleik kvöldsins í Laugardalshöll. Aldrei var vafi hjá hvoru liðinu sigurinn félli skaut.

Eftir kaflaskiptan fyrri hálfleik fóru Valsmenn með sex marka forskot inn í hálfleikshléið, 17:11. Þeir áttu síðustu mínútur hálfleiksins, tóku ærlegan kipp í vörn sem sókn eftir að Stjarnan hafði minnkað muninn í eitt mark, 12:11, þegar um átta mínútur voru til hálfleiks. Þar lauk góðum spretti Stjörnumanna sem skorað höfðu fimm mörk í röð og minnkað forskot Vals úr 11:6 í 12:11.

Eftir aðeins fjórar mínútur í síðari hálfleik hafði Valur náð átta marka forskoti, 20:12. Sannarlega ekki sú byrjun á síðari hálfleik sem Stjörnumenn höfðu vonast eftir til þess að eiga einhverja von um að gera Valsmönnum skráveifu. Þegar Hrannar Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar tók leikhlé eftir liðlega tíu mínútur var forskot Vals orðið níu mörk. Það eina í stöðunni virtist vera að telja í leikmenn kjark að leggja ekki árar í bát.

Valsmenn voru mikið sterkari og aldrei líklegir til þess að gefa nokkuð eftir á síðasta þriðjungi leiktímans. Ekki spillti fyrir hjá Val að Björgvin Páll Gústavsson varði allt hvað af tók og lauk leik með liðlega 40% hltufallsmarkvörslu.

Mörk Stjörnunnar: Hergeir Grímsson 6/1, Daníel Karl Gunnarsson 5, Tandri Már Konráðsson 4, Jón Ásgeir Eyjólfsson 3, Starri Friðriksson 3, Egill Magnússon 2, Benedikt Marinó Herdísarson 1, Pétur Árni Hauksson 1, Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson 1.
Varin skot: Adam Thorstensen 11/1, 30,6% – Sigurður Dan Óskarsson 1, 16,7%.
Mörk Vals: Benedikt Gunnar Óskarsson 10/1, Agnar Smári Jónsson 6, Magnús Óli Magnússon 5, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 4, Alexander Peterson 2, Andri Finnsson 2, Róbert Aron Hostert 1, Allan Norðberg 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 18, 40,9% – Arnar Þór Fylkisson 1/1, 100%.

Tölfræðin hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -