- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valur áfram efstur – ÍBV vann uppgjörið í Eyjum

Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson fór á kostum í Sethöllinni í kvöld. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Valur er áfram einn og taplaus í efsta sæti Olísdeildar karla þegar aðeins einni viðureign er ólokið í 3. umferð deildarinnar. Valur vann stórsigur á Selfossi i Sethöllinni í kvöld, 32:19, þrátt fyrir að reynda leikmenn hafi vantaði í hópinn. Á sama tíma lagði ÍBV liðsmenn Hauka í uppgjöri liðanna sem bitust um Íslandsbikarinn í vor. ÍBV vann með fjögurra marka mun, 30:26 á heimavelli. Tóku leikmenn sér taki eftir tap fyrir Víkingum í Safamýri fyrir viku.


Eftir jafna stöðu í hálfleik gegn Haukum voru leikmenn ÍBV sterkari í síðari hálfleik. Munaði ekki hvað minnst um að markverðir ÍBV voru vel með á nótunum og vörðu jafnt og þétt frá upphafi til enda.

Forskot ÍBV var tvö til fjögur mörk allan síðari hálfleikinn og sigurinn sanngjarn þegar upp var staðið. ÍBV hefur þar með fjögur stig eftir leikina tvo en Haukar hafa aðeins tvö stig.

Róbert og Vignir ekki með

Róbert Aron Hostert og Vignir Stefánsson léku ekki með Val gegn Selfossi í Sethöllinni í kvöld. Það breytti engu heldur þótt Einar Sverrisson mætti til leiks á ný með Selfossliðinu eftir meiðsli. Mikill munur var á liðunum frá upphafi til enda.

Sveinn Andri Sveinsson lék ekki með Selfossi annan leikinn í röð vegna meiðsla.

Björgvin Páll Gústavsson fór á kostum í marki Vals með 47% hlutfallsmarkvörslu. Munar svo sannarlega um minna.

Færri mistök og þéttari vörn

„Við erum með unga leikmenn sem eru að fá dýrmæta reynslu í efstu deild og drögum lærdóm af hverjum leik. Við þurfum að fækka mistökunum og þétta vörnina frá fyrstu mínútu, þá getur allt gerst,“ sagði Þórir Ólafsson þjálfari Selfoss í samtali við Sunnlenska eftir leikinn í gærkvöld.

Leikjadagskrá og staðan í Olísdeildum.

ÍBV – Haukar 30:26 (15:15).
Mörk ÍBV: Elmar Erlingsson 12/5, Daniel Esteves Vieira 6, Kári Kristján Kristjánsson 4, Arnór Viðarsson 4, Gauti Gunnarsson 1, Sigtryggur Daði Rúnarsson 1, Breki Þór Óðinsson 1, Gabríel Martinez Róbertsson 1.
Varin skot: Petar Jokanovic 10, 47,6% – Pavel Miskevich 9, 37,5%.
Mörk Hauka: Guðmundur Bragi Ástþórsson 7/2, Guðmundur Hólmar Helgason 3, Adam Haukur Baumruk 2, Sigurður Snær Sigurjónsson 2, Geir Guðmundsson 2, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 2, Ólafur Ægir Ólafsson 2, Birkir Snær Steinsson 2, Þráinn Orri Jónsson 1, Úlfur Gunnar Kjartansson 1, Össur Haraldsson 1, Kristófer Máni Jónasson 1.
Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 8, 25% – Magnús Gunnar Karlsson 1, 14,3%.

Selfoss – Valur 19:32 (10:16).
Mörk Selfoss: Hans Jörgen Ólafsson 7, Tryggvi Sigurberg Traustason 3, Gunnar Kári Bragason 2, Haukur Páll Hallgrímsson 2, Einar Sverrisson 2, Richard Sæþór Sigurðsson 2, Jason Dagur Þórisson 1.
Varin skot: Jón Þórarinn Þorsteinsson 4, 15,4% – Alexander Hrafnkelsson 0.
Mörk Vals: Úlfar Páll Monsi Þórðarson 6, Ísak Gústafsson 4, Alexander Peterson 4, Tjörvi Týr Gíslason 3, Benedikt Gunnar Óskarsson 3/2, Viktor Sigurðsson 3, Allan Norðberg 2, Magnús Óli Magnússon 2, Aron Dagur Pálsson 2, Agnar Smári Jónsson 1, Andri Finnsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 16/2, 47,1% – Stefán Pétursson 1, 100%.

FH – Víkingur 30:21 (15:10).
Mörk FH: Einar Örn Sindrason 6/4, Leonharð Þorgeir Harðarson 4, Birgir Már Birgisson 4, Jón Bjarni Ólafsson 4, Símon Michael Guðjónsson 3, Ásbjörn Friðriksson 3, Jóhannes Berg Andrason 2, Jakob Martin Ásgeirsson 2, Atli Steinn Arnarson 1, Daníel Matthíasson 1.
Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 14/1, 45,2%
Mörk Víkings: Jóhann Reynir Gunnlaugsson 6/3, Arnar Steinn Arnarsson 3, . Þorleifur Rafn Aðalsteinsson 3, Þorfinnur Máni Björnsson 2, Halldór Ingi Jónasson 2, Agnar Ingi Rúnarsson 1, Styrmir Sigurðarson 1, Daníel Örn Griffin 1, Stefán Scheving Guðmundsson 1, Gunnar Valdimar Johnsen 1.
Varin skot: Daníel Andri Valtýsson 6, 26,1% – Sverrir Andrésson 3, 18,8%.

Leikjadagskrá og staðan í Olísdeildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -