- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valur áfram í efsta sæti eftir nauman sigur

Valur er kominn áfram í Evrópubikarkeppninni. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Valur heldur áfram að hreiðra um sig í efsta sæti Olísdeildar kvenna í handknattleik. Í dag vann Valsliðið eins marks sigur á HK í Origohöllinni í upphafsleik 9. umferðar, 18:17. Valur hefur sextán stig og er þremur stigum á undan Fram sem mætir Haukum síðar í dag í Framhúsinu.


Valur, sem lék án Theu Imani Sturludóttur sem er meidd, var með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda. Fjórum mínútum fyrir leikslok var forskotið fjögur mörk, 18:14. HK, liðið sem hefur verið á miklu skriði upp á síðkastið, sótt hart að Val, undir lokin en tókst ekki að jafna.

HK er í fimmta sæti með sjö stig, tveimur stigum og einum leik á eftir Haukum.


Mörk Vals: Mariam Eradze 8/6, Auður Ester Gestsdóttir 2, Morgan Marie Þorkelsdóttir 2, Íris Ásta Pétursdóttir 1, Hulda Dís Þrastardóttir 1, Hildigunnur Einarsdóttir 1, Hanna Karen Ólafsdóttir 1, Hildur Björnsdóttir 1, Lilja Ágústsdóttir 1.


Varin skot: Sara Sif Helgadóttir 12, 50%.


Mörk HK: Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 3/3, Alexandra Líf Arnarsdóttir 2, Sara Katrín Gunnarsdóttir 2/1, Berglind Þorsteinsdóttir 2/2, Elna Ólöf Guðjónsdóttir 2, Guðrún Erla Bjarnadóttir 2, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 1, Margrét Ýr Björnsdóttir 1, Aníta Eik Jónsdóttir 1, Karen Kristinsdóttir 1.
Varin skot: Margrét Ýr Björnsdóttir 8/1, 32%.


HBStatz tölfræði var ekki frá leiknum. Tölfræði leiksins er fengin frá Vísir.is.

Stöðuna og næstu leiki í Olísdeild kvenna má sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -