Valur varð í kvöld deildarmeistari í Olísdeild karla í handknattleik annað árið í röð og í þriðja sinn á síðustu fjórum árum. Valur innsiglaði frábæran árangur með því að vinna stórsigur á Gróttu, 32:21, í Origohöllinni. Valur var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 13:11, en gerðu út um leikinn í síðari hálfleik.
Valur hefur níu stiga forskot á FH sem er í öðru sæti þegar bæði lið eiga fjórar leiki eftir. ÍBV er í sjöunda sæti með 20 stig og á sex leiki eftir og getur aldrei náð nema í mesta lagi í 32 stig eins og FH. Valur er þegar búinn að safna að sér 33 stigum í 18 leikjum, unnið 16 leiki, gert eitt jafntefli og tapað einni viðureign. Þetta er einnig níundi titillinn sem Valur vinnur í röð.
Björgvin Páll Gústavsson og Magnús Óli Magnússon áttu framúrskarandi leik fyrir Valsliðið í kvöld.
Hörkuleikir í Sethöllinni
Tvær viðureignir voru til til viðbótar í kvöld. Selfoss vann ÍR, 32:30, í hörkuleik í Sethöllinni. ÍR-ingar hefðu með lagni getað krækt í annað stigið í fremur jöfnum leik. Selfossliðið náði bærilegu forskoti snemma í síðari hálfleik eftir að jafnt var í hálfleik, 15:15. ÍR-ingum tókst að jafna metin en heimamenn voru ívið skarpari á lokasprettinum.
Sjö marka sigur á Varmá
Afturelding vann neðsta lið deildarinnar, Hörð, með sjö marka mun í Mosfellsbæ, 32:25. Harðarmenn veittu töluverða mótspyrnu lengst af en töpuðu þræðinum þegar kom inn á síðasta stundarfjórðunginn. Misstu þeir Mosfellinga fram úr sér. Jovan Kukobat var öflugur í marki Aftureldingar í síðari hálfleik.
Þrátt fyrir dapurlega stöðu í neðsta sæti eru Harðarmenn ekki fallnir úr Olísdeildinni.
Valur – Grótta 32:21 (13:11).
Mörk Vals: Magnús Óli Magnússon 9, Benedikt Gunnar Óskarsson 7/5, Finnur Ingi Stefánsson 3, Arnór Snær Óskarsson 2, Agnar Smári Jónsson 2, Stiven Tobar Valencia 2, Tjörvi Týr Gíslason 1, Jóel Bernburg 1, Bergur Elí Rúnarsson 1, Þorgils Jón Svölu Baldursson 1, Vignir Stefánsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 19/1, 48,7% – Sakai Motoki 0.
Mörk Gróttu: Hannes Grimm 6, Þorgeir Bjarki Davíðsson 5, Birgir Steinn Jónsson 5/2, Ágúst Emil Grétarsson 2, Theis Koch Søndergard 1, Jakob Ingi Stefánsson 1, Elvar Otri Hjálmarsson 1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 11, 26,2%.
Selfoss – ÍR 32:30 (15:15).
Mörk Selfoss: Guðjón Baldur Ómarsson 8, Ísak Gústafsson 8, Richard Sæþór Sigurðsson 3, Atli Ævar Ingólfsson 3, Hannes Höskuldsson 3, Einar Sverrisson 2, Ragnar Jóhannsson 2, Elvar Elí Hallgrímsson 1, Karolis Stropus 1, Guðmundur Hólmar Helgason 1.
Varin skot: Vilius Rasimas 14, 32,6% – Jón Þórarinn Þorsteinsson 0.
Mörk ÍR: Viktor Sigurðsson 9, Sveinn Brynjar Agnarsson 7, Dagur Sverrir Kristjánsson 5/4, Bjarki Steinn Þórisson 2, Eyþór Ari Waage 2, Arnar Freyr Guðmundsson 2, Róbert Snær Örvarsson 2, Friðrik Hólm Jónsson 1.
Varin skot: Ólafur Rafn Gíslason 12/1, 27,3%.
Afturelding – Hörður 32:25 (15:11).
Mörk Aftureldingar: Árni Bragi Eyjólfsson 10/4, Ihor Kopyshynskyi 5, Einar Ingi Hrafnsson 4, Þorsteinn Leó Gunnarsson 3, Birkir Benediktsson 2, Blær Hinriksson 2, Gestur Ólafur Ingvarsson 2, Ágúst Björgvinsson 2, Sveinn Aron Sveinsson 1, Böðvar Páll Ásgeirsson 1.
Varin skot: Jovan Kukobat 8, 53,3% – Brynjar Vignir Sigurjónsson 7, 28%.
Mörk Harðar: Leó Renaud-David 5/3, Guilherme Andrade 4, Jón Ómar Gíslason 3, Guntis Pilpuks 3, Sudario Eidur Carneiro 2, Daníel Wale Adeleye 2, Axel Sveinsson 2, Jhonatan Santos 1, José Esteves Neto 1, Óli Björn Vilhjálmsson 1, Victor Iturrino 1.
Varin skot: Rolands Lebedevs 8, 21,1% – Emannuel Evangelista 1, 50% – Stefán Freyr Jónsson 0.