- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valur er öruggur með annað sæti

Elín Rósa Magnúsdóttir leikmaður Vals var markahæst. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Valur tryggði sér að minnsta kosti annað sæti í Olísdeild kvenna í dag með því að leggja Stjörnunar í hörkuleik, 30:28, Origohöllinni. Valsliðið hefur þar með fimm stiga forskot á Stjörnuna þegar tvær umferðir eru eftir óleiknar í deildinni. Ljóst er þar með að ÍBV og Valur sitja yfir í fyrstu umferð úrslitakeppninnar þegar hún hefst eftir miðja apríl.


Valur var með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda. Framan af fyrri hálfleik stefndi í að Valur stefndi á öruggan sigur. Sóknarleikur liðsins gekk vel og varnarleikurinn var fínn auk þess sem Sara Sig Helgadóttir markvörður varði afar vel.

Stjörnukonur voru ekki á sama máli þær enduðu fyrri hálfleik af krafti og minnkuðu forskot Vals niður í fjögur mörk.


Í síðari hálfleik sveiflaðist forskot Vals frá tveimur og upp í fjögur mörk þar til á síðustu mínútunni að Stjarnan náði að minnka muninn í eitt mark, 29:28. Þórey Anna Ásgeirsdóttir tryggði Val sigurinn með 30. markinu úr vítakasti þegar 10 sekúndur voru til leiksloka.

Sara Sif meiddist

Sara Sif Helgadóttir meiddist á hægra hné þegar nærri stundarfjórðungur var til leiksloka og kom ekkert meira við sögu. Óvíst er á þessari stundu hvort um alvarleg meiðsli er að ræða.


Staðan í Olísdeild kvenna og næstu leikir.

Mörk Vals: Mariam Eradze 5, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 5/2, Thea Imani Sturludóttir 4, Elín Rósa Magnúsdóttir 4, Auður Ester Gestsdóttir 3, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 3, Hildigunnur Einarsdóttir 3, Sigríður Hauksdóttir 2, Lilja Ágústsdóttir 1.
Varin skot: Sara Sif Helgadóttir 7, 25,9% – Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 3, 27,3%.
Mörk Stjörnunnar: Helena Rut Örvarsdóttir 9, Lena Margrét Valdimarsdóttir 7, Eva Björk Davíðsdóttir 5/3, Elísabet Gunnarsdóttir 4, Anna Karen Hansdóttir 2, Britney Cots 1.
Varin skot: Darija Zecevic 13, 30,2%.

Handbolti.is var í Origohöllinni og fylgist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -