- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valur fór örugglega áfram eftir tvo sigra í Garliava

Magnús Óli Magnússon hefur skrifað undir nýjan samning við Val til ársins 2026. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Valur er kominn í aðra umferð Evrópubikarkeppni karla í handknattleik eftir að hafa unnið Granitas-Karys tvisvar sinnum um helgina í Garilava í Litáen. Síðari viðureignin fór fram fyrir hádegið á íslenskum tíma. Vannst hún örugglega, 33:28.

Valsmenn unnu saman lagt með átta marka mun, 60:52. Næsti andstæðingur Vals verður Pölvi Serveti frá Eistlandi en ráðgert er að liðin mætist um og eftir miðjan næsta mánuð.


Sigur Vals var aldrei í hættu í dag. Mestur var munurinn níu mörk í síðari hálfleik, 29:20, en fimm mörkum skakkaði á liðunum eftir 30 mínútur, 17:12.

Valsmenn léku frábæra vörn í dag og lögðu með henni grunn að sigrinum. Leikmenn Granitas-Karys voru ævinlega á eftir að þessu sinni eftir að hafa veitt talsverða mótspyrnu í fyrri viðureigninni í gær sem lauk með þriggja marka sigri Vals, 27:24.

Hver einasti af 16 leikmönnum sem voru á leikskýrslu hjá Val í dag fékk tækifæri til að spreyta sig um lengri eða skemmri tíma. Ellefu skiptu mörkunum 33 á milli sín.

Valur – Granitas-Karys, 33:28 (17:12) – 60:52 samanlagt.

Mörk Vals: Tjörvi Týr Gíslason 6, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 6, Magnús Óli Magnússon 5, Benedikt Gunnar Óskarsson 3, Ísak Gústafsson 3, Viktor Sigurðsson 2, Allan Norðberg 2, Alexander Petersson 2, Agnar Smári Jónsson 1, Aron Dagur Pálsson 1, Andri Finnsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 12, 36,3% – Arnar Þór Fylkisson 0.
Mörk Granitas-Karys: Deividas Jovaisas 7, Manvydas Lazaukas 7, Matas Jurkevicius 3, Andrius Montvilas 3, Karolis Rameikis 3, Klaudijus Pausa 2, Nedas Buronko 1, Titas Janusonis 1.
Varin skot: Karolis Videika 7, 22,6% – Berkantas Drugilas 2, 18%.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -