- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valur læddist upp í annað sæti

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Valur læddi sér upp í annað sæti Olísdeildar karla í kvöld með því að leggja Fram, 30:26, í upphafsleik 19. umferðar. Valur er stigi á eftir Haukum sem tróna á toppnum en Haukar eins og önnur lið deildarinnar að Val og Fram undanskildum leika á morgun.


Valsmenn voru tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:14. Þeir voru með yfirhöndina í leiknum nær allan tímann en gekk illa að losna við öll tök Framara á viðureigninni.


Vilhelm Poulsen, leikmaður Fram og markahæsti leikmaður Olísdeildarinnar, meiddist þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Óttast er að meiðslin séu alvarleg.


Vonir Framara að blanda sér í baráttu um sæti í úrslitakeppninni dofna jafnt og þétt og ekki bætir tapið í kvöld úr skák.


Mörk Vals: Arnór Snær Óskarsson 8/4, Magnús Óli Magnússon 6, Tjörvi Týr Gíslason 5, Róbert Aron Hostert 3, Benedikt Gunnar Óskarsson 3, Stiven Tobar Valencia 2, Finnur Ingi Stefánsson 1, Einar Þorsteinn Ólafsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 14/1, 35,9%.

Mörk Fram: Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 7, Reynir Þór Stefánsson 4/4, Stefán Orri Arnalds 4, Breki Dagsson 4, Vilhelm Poulsen 2, Rogvi Dahl Christiansen 2, Stefán Darri Þórsson 1, Kristinn Hrannar Bjarkason 1, Kristófer Andri Daðason 1.
Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 5, 17,2% – Magnús Gunnar Erlendsson 2, 25%.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í stöðu- og textauppfærslu hér fyrir meðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -