- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valur greip síðasta sætið í undanúrslitum

Benedikt Gunnar Óskarsson var markahæstur Valsmanna í kvöld. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Valur varð í kvöld fjórða og síðasta liðið sem tryggði sér sæti í undanúrslitum Powerade-bikarsins í handknattleik karla. Valur vann afar öruggan sigur á Selfossi, 36:26, í N1-höllinni á Hlíðarenda eftir að hafa verið með gott forskot frá upphafi. M.a. var sex marka munur að loknum fyrri hálfleik, 18:12. Þó hafði Valsliðið farið illa með sex til átta opin færi. Mjög mikill var á liðunum.

Auk Vals eru Haukar, ÍBV og Stjarnan í undanúrslitum. Leikir undanúrslita verða í Laugardalshöll fimmtudaginn 7. mars. Dregið verður á næstunni hvaða lið mætasta.

Magnús Óli Magnússon meiddist á æfingu Vals í gær og tók ekki þátt í leiknum.

Ásgeir Snær Vignisson leikmaður Selfoss meiddist snemma leiks og kom ekkert við sögu eftir það. Tryggvi Sigurberg Traustason línumaður Selfoss fékk rautt spjald síðla í síðari hálfleik þegar skot hans úr vítakasti hafnaði í höfði Björgvins Páls Gústavssonar markvarðar Vals.

Valur heldur til Serbíu í fyrramálið til leiks við Metaloplastika í Evrópubikarkeppninni.

Selfoss á fyrir höndum afar mikilvægan leik við Víkings í Olísdeildinni á sunnudaginn en liði eru í tveimur neðstu sætum deildarinnar.

Mörk Vals: Benedikt Gunnar Óskarsson 8/2, Andri Finnsson 6, Agnar Smári Jónsson 5, Róbert Aron Hostert 3, Tjörvi Týr Gíslason 3, Ísak Gústafsson 3, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 3, Alexander Peterson 2, Aron Dagur Pálsson 1, Allan Norðberg 1, Stefán Pétursson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 13, 36,1% – Stefán Pétursson 2, 50%.

Mörk Selfoss: Sölvi Svavarsson 6/3, Hans Jörgen Ólafsson 6, Gunnar Kári Bragason 3, Sæþór Atlason 3, Hannes Höskuldsson 2, Tryggvi Sigurberg Traustason 2/1, Sveinn Andri Sveinsson 2, Richard Sæþór Sigurðsson 1, Jón Þórarinn Þorsteinsson 1.
Varin skot: Jón Þórarinn Þorsteinsson 8, 26,7% – Vilius Rasimas 5, 26,3%.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -