- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aftur upp í annað sæti

Ágúst Þór Jóhannson þjálfari Vals. Mynd/HSÍ

Valur komst á ný í annað sæti Olísdeildar kvenna í handknattleik í kvöld með naumum sigri á Haukum, 28:26, í lokaleik 19. umferðar í Origohöllinni. Um var ræða jafnan og skemmtilegan leik tveggja öflugra liða.

Staðan var jöfn að loknum fyrri hálfleik, 12:12.


Valur er þar með stigi á eftir Fram þegar tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni en liðin leiða saman hesta sína á heimavelli Fram á laugardaginn. Á sama tíma mætast lið Hauka og ÍBV en þau eru í baráttu um fjórða sætið. ÍBV er stigi á undan sem stendur.


Haukar voru síst lakara liðið í leiknum og hefði alveg verðskuldað annað stigið. Að því er ekki spurt. Allt fram á síðustu mínútu mátti vart á milli liðanna sjá.
Haukar skoruðu mikið eftir hraðaupphlaup og seinni bylgju og náðu þar með að halda uppi góðum hraða í leiknum. Uppstilltur sóknarleikur var á tíðum þungur. Margrét Einarsdóttir átti frábæran leik í fyrri hálfleik í marki Hafnarfjarðarliðsins. Henni tókst ekki að halda dampi í þeim síðari.


Valsliðið gerði sig sekt um mörg mistök, ekki síst í sóknarleiknum. Hröð upphlaup og seinni bylgju sóknir skiluðu góðum mörkum. Eins munaði miklu að Saga Sif Gísladóttir náði sér loks á strik í marki á allra síðustu mínútum leiksins. Skarð er fyrir skildi af fjarveru Söru Sifjar Helgadóttur, markvarðar.


Mörk Vals: Thea Imani Sturludóttir 7/3, Lovísa Thompson 5, Morgan Marie Þorkelsdóttir 5, Mariam Eradze 4, Elín Rósa Magnúsdóttir 2, Hildur Björnsdóttir 2, Hildigunnur Einarsdóttir 1, Auður Ester Gestsdóttir 1, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 1/1.
Varin skot: Signý Pála Pálsdóttir 4,44,4% – Saga Sif Gísladóttir 3, 12,5%.

Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir 7, Sara Odden 7, Berta Rut Harðardóttir 4, Ragnheiður Ragnarsdóttir 2, Ásta Björt Júlíusdóttir 2, Rakel Sigurðardóttir 1, Natasja Hammer 1, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 1.
Varin skot: Margrét Einarsdóttir 13/2, 36,1% – Heiðbjört Anna Guðmundsdóttir 0.

Öll tölfræði leiksins er hjá HBStatz.


Stöðuna í Olísdeild kvenna eftir 19. umferðar er að finna hér.

Handbolti.is er í Origohöllinni og fylgist með leiknum í stöðu- og textauppfærslu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -