- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistararnir byrjuðu með 21 marks sigri

Valur tekur á móti ÍR í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í dag. Ljósmynd/Facebooksíða Vals
- Auglýsing -


Valur vann stórsigur á ÍR, 33:12, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handknattleik í N1-höllinni á Hlíðarenda í dag. Staðan var 20:3 í hálfleik. Næsti leikur liðanna verður í Skógarseli á þriðjudagskvöld.

Valur hóf leikinn af fullum þunga og gerði út um viðureignina á fyrstu mínútum með frábærri vörn og markvörslu Hafdísar Renötudóttur. Staðan var 7:1 eftir 10 mínútur þegar Sólveig Lára Kjærnested þjálfari ÍR tók sitt fyrsta leikhlé. Staðan átti bara eftir að versna. Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður stóðu leikar 15:1. ÍR skoraði sitt annað mark eftir 19 mínútur og 50 sekúndur.

Eins og gefur að skilja þá var formsatriði að ljúka síðari hálfleik og þar með leiknum. Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Vals gaf yngri leikmönnum liðsins gott tækifæri til þess að láta ljós sitt skína.
Leikurinn verður ÍR-liðinu lærdómsríkur fyrir næstu viðureign.


Mörk Vals: Lovísa Thompson 6, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 5/2, Elísa Elíasdóttir 4, Thea Imani Sturludóttir 4, Sigríður Hauksdóttir 4, Guðrún Hekla Traustadóttir 3, Hildigunnur Einarsdóttir 2, Ásrún Inga Arnarsdóttir 2, Hildur Björnsdóttir 1, Sara Lind Fróðadóttir 1, Elín Rósa Magnúsdóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 11, 61,1% – Silja Müller Arngrímsdóttir 4, 50%.
Mörk ÍR: Sylvía Sigríður Jónsdóttir 4, Maria Leifsdóttir 2, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 2, Matthildur Lilja Jónsdóttir 1, Lára Noesgaard Ólafsdóttir 1, Vaka Líf Kristinsdóttir 1, Sara Dögg Hjaltadóttir 1.
Varin skot: Natalía Nótt Kaaber 471, 33,3% – Ingunn María Brynjarsdóttir 4/1, 13,8%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Handbolti.is var á leikstað og fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -