Valur vann ÍBV, 33:30, í uppgjöri liðanna tveggja sem voru efst í Olísdeild kvenna í handknattleik þegar þráðurinn var tekinn upp á ný í dag eftir hlé vegna landsleikja. Valur situr einn í efsta sæti deildarinnar með 10 stig að loknum sex umferðum. ÍBV er tveimur stigum á eftir.
Þórey Anna Ásgeirsdóttir lék með Val á ný eftir fjarveru vegna fingurbrots. Hún skoraði sjö mörk, þar af fimm úr vítaköstum.
Frábær varnarleikur
Nýliðar KA/Þórs halda áfram að gera það gott. KA/Þór mætti í Lambhagahöllina í dag og fór heim með bæði stigin, 30:29, eftir hreint frábæran leik, ekki síst í síðari hálfleik þegar liðið fékk aðeins á sig 11 mörk. Framarar skoruðu tvö síðustu mörk leiksins svo ljóst er að sigur KA/Þór var öruggari en úrslitin gefa til kynna.
Með sigrinum færðist KA/Þór upp í annað sæti deildarinnar. Fram er áfram í neðri hlutanum með fimm stig í sjötta sæti.

ÍR í þriðja sæti
Endasprettur ÍR-inga tryggði liðinu fimm marka sigur á liði Selfoss í Skógarseli, 34:29. Með sigrinum settist ÍR í þriðja sæti deildarinnar. Selfoss var marki yfir, 25:24, um miðjan síðari hálfleik en átti ekkert í afar góðan leik ÍR-inga þegar á leið. Sara Dögg Hjaltadóttir átti enn einn stórleikinn með ÍR-ingum í dag og skoraði 12 mörk í a.m.k. í þriðja sinn í leik á leiktíðinni. Katrín Tinna Jensdóttir var einnig afar öflug í liði ÍR á báðum vallarhelmingum.
Jóhanna skoraði 11 mörk
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir var frábær í liði Hauka og skoraði 11 mörk í öruggum sigri á Stjörnunni, 34:27, á Ásvöllum. Einnig var hún með sex sköpuð færi. Sara Sif Helgadóttir landsliðsmarkvörður var einnig öflug.
Stjarnan er áfram ein í neðsta sæti án stiga eftir sex leiki.
Staðan og næstu leikir í Olísdeild kvenna.
Valur – ÍBV 33:30 (17:15).
Mörk Vals: Lovísa Thompson 7, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 7/5, Thea Imani Sturludóttir 7, Elísa Elíasdóttir 5, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 3, Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir 2, Hildur Björnsdóttir 2.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 15/1, 34,1% – Oddný Mínervudóttir 0.
Mörk ÍBV: Sandra Erlingsdóttir 8/3, Birna Berg Haraldsdóttir 7, Amelía Dís Einarsdóttir 4, Ásdís Halla Hjarðar 3, Ásta Björt Júlíusdóttir 3/3, Birna María Unnarsdóttir 3, Alexandra Ósk Viktorsdóttir 2.
Varin skot: Amalia Frøland 7, 17,9% – Ólöf Maren Bjarnadóttir 0.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.
Fram – KA/Þór 29:30 (18:16).
Mörk Fram: Harpa María Friðgeirsdóttir 11, Dagmar Guðrún Pálsdóttir 6, Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín 5, Hulda Dagsdóttir 3/2, Sóldís Rós Ragnarsdóttir 2, Valgerður Arnalds 1, Birna Ósk Styrmisdóttir 1.
Varin skot: Arna Sif Jónsdóttir 8/3, 30,8% – Ethel Gyða Bjarnasen 4, 25%.
Mörk KA/Þórs: Susanne Denise Pettersen 8, Trude Blestrud Hakonsen 5, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 4, Anna Þyrí Halldórsdóttir 3, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 3, Tinna Valgerður Gísladóttir 3/1, Unnur Ómarsdóttir 2, Lydía Gunnþórsdóttir 2.
Varin skot: Matea Lonac 10, 25,6%.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.
Staðan og næstu leikir í Olísdeild kvenna.
ÍR – Selfoss 34:29 (16:16).
Mörk ÍR: Sara Dögg Hjaltadóttir 12, Katrín Tinna Jensdóttir 8, Matthildur Lilja Jónsdóttir 4, Vaka Líf Kristinsdóttir 4, Anna María Aðalsteinsdóttir 3, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 1, Dagbjört Ýr Ólafsdóttir 1, Sólveig Lára Kjærnested 1.
Varin skot: Oddný Björg Stefánsdóttir 3, Sif Hallgrímsdóttir 3.
Mörk Selfoss: Mia Kristin Syverud 9, Sara Dröfn Rikharðsdóttir 5, Hulda Hrönn Bragadóttir 4, Arna Kristín Einarsdóttir 3, Hulda Dís Þrastardóttir 3, Inga Sól Björnsdóttir 2, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 2, Adela Eyrún Jóhannsdóttir 1.
Varin skot: Ágústa Tanja Jóhannsdóttir 8.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.
Haukar – Stjarnan 34:27 (18:13).
Mörk Hauka: Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 11/2, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 6, Ragnheiður Ragnarsdóttir 5, Thelma Melsted Björgvinsdóttir 4, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 3, Embla Steindórsdóttir 2, Aníta Eik Jónsdóttir 2, Alexandra Líf Arnarsdóttir 1.
Varin skot: Sara Sif Helgadóttir 14, 35%.
Mörk Stjörnunnar: Natasja Hammer 8, Aníta Björk Valgeirsdóttir 6/5, Vigdís Arna Hjartardóttir 3, Guðmunda Auður Guðjónsdóttir 3, Sara Katrín Gunnarsdóttir 2, Inga Maria Roysdottir 2, Eva Björk Davíðsdóttir 1, Bryndís Hulda Ómarsdóttir 1, Brynja Katrín Benediktsdóttir 1.
Varin skot: Margrét Einarsdóttir 10, 33,3% – Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 2, 12,5%.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.




