- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valur kemur heim með silfur frá Partille Cup

Efri tv. Höskuldur Þórhallsson liðsstjóri, Grétar Áki Andersen þjálfari, Bjarki Snorrason, Viktor Númi Björnsson, Örn Kolur Kjartansson, Kári Steinn Guðmundsson, Anton Máni Francisco Heldersson, Gunnar Róbertsson, Arnar Daði Arnarsson þjálfari. Fremri röð f.v.: Þórhallur Árni Höskuldsson, Erling Hólm Ottason, Jóhann Ágústsson, Starkaður Björnsson, Kristinn Sighvatsson, Logi Finnsson.
- Auglýsing -

Piltalið Vals vann til silfurverðlauna í 15 ára flokki á Partille Cup mótinu í Svíþjóð í dag eftir eins marks tap fyrir danska liðinu HB Skandeborg 1 í æsispennandi úrslitaleik, 12:11. Staðan var jöfn eftir fyrri hálfleik, 6:6.

Úrslitaleikurinn var hnífjafn og æsilega spennandi fyrir vikið. Úrslitin réðust á síðustu sekúndum í rjómablíðu í Partille en skipst hefur á með skini og skúrum síðustu daga utan vallar sem innan.

Tap og kæra

Valsliðið tapaði í 16-liða úrslitum mótsins fyrir sænsku liði. Leikurinn var kærður og átti að leika á ný í morgun. Andstæðingurinn sá sitt óvænna og mætti ekki til leiks. Komst Valur þar með áfram í átta lið úrslit þar sem sigur vannst og einnig í undanúrslitum.

Sjá má myndskeið af sigurmarkinu og fögnuði eftir sigurinn í undanúrslitum hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -