- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valur kemur líka heim með gull frá Norden Cup

Lið Vals sem vann gullverðaun í Norden Cup í Gautaborg í dag. Mynd/Norden Cup
- Auglýsing -

Stelpurnar í Val, fæddar 2009, gerðu sér lítið fyrir og unnu gullverðlaun á Norden Cup handknattleiksmótinu í Gautaborg eftir hádegið í dag. Valsliðið hafði mikla yfirburði í úrslitaleik við norska liðið Kolbotn IL og vann úrslitaleikinn með 13 marka mun, 26:13. Staðan var 14:10 fyrir Val að loknum fyrri hálfleik.


Þetta eru önnur gullverðlaunin sem íslenskt félagslið vinnur á mótinu að þessu sinni. Fyrir hádegið vann FH úrslitaleikinn í flokki drengja fæddum 2010.

Laufey Óskarsdóttir skoraði níu mörk fyrir Val og Ebba Guðríður Ægisdóttir var næst með átta mörk. Arna Sif Jónsdóttir markvörður er sögð á heimasíðu Norden Cup hafa varið allt hvað af tók.

Í liði Vals er: Alba Mist Gunnarsdóttir, Anna Margrét Alfreðsdóttir, Arna Sif Jónsdóttir, Ebba Guðríður Ægisdóttir, Hekla Hrund Andradóttir, Jakobína Zíta Benediktsdóttir, Kristín Ósk Halldórsdóttir, Laufey Helga Óskarsdóttir, Sara Björt Ámundadóttir, Sara Sveinsdóttir, Sólrún Una Einarsdóttir, Þórdís Gunnarsdóttir

Þjálfarar og liðsstjórar eru: Arnar Daði Arnarson og Elín Björg Harðardóttir.

Selfoss tvisvar í 5. sæti

Selfoss hafnaði í 5. sæti í flokki stúlkna fæddar 2010 eftir sigur á Vestby Håndballklubb frá Noregi, 14:13, í æsilega spennandi leiki. Úrslitin réðust á gullmarki sem skorað var úr vítakasti. Jafnt var eftir venjulegan leiktíma og þá gripið til þess ráðs að framlengja þangað til annað hvort liðið skoraði. Eftir nokkrar tilraunir á báða bóga skoraði Selfossliðið sigurmarkið.

Strákarnir í Selfossliðinu, 2009, fylgdu í kjölfarið á stelpunum og unnu sinn leik um 5. sætið, 21:14, gegn Kjøkkelvik IL frá Noregi. 

Stúlknalið HK tapaði í leik um 13.sæti í árgangi 2010, fyrir IFK Tumba Handboll, 22:18. 

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -