Valur situr í efsta sæti Olísdeildar karla í handknattleik fyrir lokaumferðina sem fram fer á sunnudaginn. Valur vann Hauka með sex marka mun, 40:34, í uppgjöri toppliðanna í Origohöllinni í kvöld. Sigur Valsmanna var sanngjarn og sannfærandi. Þeir léku frábærlega, ekki síst í sókninni og voru með yfirhöndina frá upphafi til enda.
Valur er með 32 stig eins og Haukar en standa betur að vígi í innbyrðisleikjum. Valsmenn sækja heim Selfoss í lokaumferrðinni. Haukar taka á móti grönnum sínum í FH sem kjöldrógu Aftureldingu í kvöld, 27:21.
FH er jafnt ÍBV að stigum, hvort lið með 29 stig. ÍBV var með lukkuna í liði með sér í kvöld. Þeir unnu Gróttu eftir að hafa átt frekar undir högg að sækja. Sigtryggur Daði Rúnarsson skoraði sigurmark ÍBV, 37:36, þegar ein sekúnda var eftir af leiktímanum. Andri Þór Helgason skoraði 36. mark Gróttu úr vítakasti þegar tíu sekúndur voru til leiksloka. Gróttumenn eru vafalaust vonsviknir að hafa ekki fengið neitt úr leiknum enda eru möguleikar þeirra á sæti í úrslitakeppninni úr sögunni.
Fram gjörsigraði Stjörnuna, 37:27, og á þar með enn möguleika á að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum. Fram og Grótta hafa 17 stig hvort í níunda og tíunda sæti, tveimur stigum á eftir Aftureldingu. Grótta fær KA í heimsókn á sunnudaginn. Fram og Afturelding berjast um síðasta sætið í úrslitakeppninni. Grótta er úr leik þótt liðið vinni KA á sunnudaginn þar sem innbyrðis staða Gróttu gegn Fram er síðarnefnda liðinu í hag.
KA er öruggt um sæti í úrslitakeppninni þrátt fyrir tap fyrir Selfoss, 30:25, í KA-heimilinu. Selfoss er gulltryggt með fimmta sætið og mætir annað hvort FH eða ÍBV í átta liða úrslitum.
Greinin hefur verið uppfærð.
Úrslit kvöldsins
Valur – Haukar 40:34 (20:18).
Mörk Vals: Finnur Ingi Stefánsson 6, Magnús Óli Magnússon 6, Róbert Aron Hostert 6, Arnór Snær Óskarsson 5/2, Tjörvi Týr Gíslason 5, Einar Þorsteinn Ólafsson 4, Benedikt Gunnar Óskarsson 3, Þorgils Jón Svölu Baldursson 2, Stiven Tobar Valencia 2, Agnar Smári Jónsson 1.
Varin skot: Sakai Motoki 10, 25% – Stefán Pétursson 1/1, 20%.
Mörk Hauka: Guðmundur Bragi Ástþórsson 7, Stefán Rafn Sigurmannsson 7/3, Geir Guðmundsson 5, Heimir Óli Heimisson 4, Darri Aronsson 3, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 3, Ólafur Ægir Ólafsson 2, Tjörvi Þorgeirsson 2, Adam Haukur Baumruk 1.
Varin skot: Stefán Huldar Stefánsson 10, 21,3 % – Magnús Gunnar Karlsson 0.
ÍBV – Grótta 37:36 (17:17).
Mörk ÍBV: Sigtryggur Daði Rúnarsson 9/1, Kári Kristján Kristjánsson 8, Gabríel Martinez Róbertsson 4, Rúnar Kárason 4, Gauti Gunnarsson 3, Dagur Arnarsson 2, Arnór Viðarsson 2, Ásgeir Snær Vignisson 2, Elmar Erlingsson 1, Sveinn Jose Rivera 1.
Varin skot: Björn Viðar Björnsson 3, 12% – Petar Jokanovic 2, 12,5%.
Mörk Gróttu: Andri Þór Helgason 11/6, Birgir Steinn Jónsson 9, Hannes Grimm 6, Ólafur Brim Stefánsson 5, Lúðvík Thorberg Bergmann Arnkelsson 3, Ágúst Emil Grétarsson 2.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 0, 19,6%.
FH – Afturelding 27:21 (15:10).
Mörk FH: Einar Örn Sindrason 6, Leonharð Þorgeir Harðarson 4, Ásbjörn Friðriksson 4/4, Birgir Már Birgisson 4, Jón Bjarni Ólafsson 4, Jóhann Birgir Ingvarsson 3, Hlynur Jóhannsson 1, Ari Magnús Þorgeirsson 1.
Varin skot: Phil Döhler 13/1, 40,6% – Svavar Ingi Sigmundsson 1/1, 33,3%.
Mörk Aftureldingar: Þorsteinn Leó Gunnarsson 5, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 5/4, Blær Hinriksson 3, Gunnar Kristinn Malmquist Þórsson 2, Birkir Benediktsson 1, Bergvin Þór Gíslason 1, Ágúst Björgvinsson 1, Sveinn Andri Sveinsson 1, Einar Ingi Hrafnsson 1, Þrándur Gíslason Roth 1.
Varin skot: Andri Sigmarsson Scheving 13/2, 33,3%.
Fram – Stjarnan 37:27 (16:11).
Mörk Fram: Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 9, Kjartan Þór Júlíusson 6, Breki Dagsson 6/3, Stefán Orri Arnalds 4, Rógvi Dal Christiansen 3, Kristófer Dagur Sigurðsson 3, Stefán Darri Þórsson 2, Reynir Þór Stefánsson 2, Sigurður Örn Þorsteinsson 1, Magnús Öder Einarsson 1.
Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 10/3, 30,3% – Magnús Gunnar Erlendsson 3/1, 42,9%.
Mörk Stjörnunnar: Tandri Már Konráðsson 7, Gunnar Steinn Jónsson 6/1, Þórður Tandri Ágústsson 4, Dagur Gautason 2, Hjálmtýr Alfreðsson 2, Starri Friðriksson 2/1, Hafþór Már Vignisson 2, Hrannar Bragi Eyjólfsson 1, Björgvin Þór Hólmgeirsson 1.
Varin skot: Arnór Freyr Stefánsson 3, 11,5% – Adam Thorstensen 1, 7,1%.
KA – Selfoss 25:30 (11:16).
Mörk KA: Óðinn Þór Ríkharðsson 6/5, Arnór Ísak Haddsson 6, Ólafur Gústafsson 3, Einar Birgir Stefánsson 3, Arnar Freyr Ársælsson 3, Allan Norðberg 2, Patrekur Stefánsson 1, Jón Heiðar Sigurðsson 1.
Varin skot: Nicholas Satchwell 12/3, 29,3%.
Mörk Selfoss: Hergeir Grímsson 5, Ragnar Jóhannsson 5, Einar Sverrisson 4, Richard Sæþór Sigurðsson 4, Guðmundur Hólmar Helgason 3, Karolis Stropus 3, Guðjón Baldur Ómarsson 2, Atli Ævar Ingólfsson 2/2, Tryggvi Þórisson 2.
Varin skot: Vilius Rasimas 10/1, 29,4% – Sölvi Ólafsson 0.
HK – Víkingur 28:26 (11:16).
Mörk HK: Hjörtur Ingi Halldórsson 6, Sigurvin Jarl Ármannsson 4, Einar Bragi Aðalsteinsson 4/3, Elías Björgvin Sigurðsson 4, Kristján Ottó Hjálmsson 4, Símon Michael Guðjónsson 3, Arnór Róbertsson 1, Bjarki Finnbogason 1, Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha 1.
Varin skot: Sigurjón Guðmundsson 15, 37,5%.
Mörk Víkings: Jóhann Reynir Gunnlaugsson 8/4, Jóhannes Berg Andrason 5, Arnar Gauti Grettisson 3, Hjalti Már Hjaltason 3, Arnar Steinn Arnarsson 2, Gunnar Valdimar Johnsen 2, Benedikt Elvar Skarphéðinsson 1, Styrmir Sigurðsson 1, Pétur Júníusson 1.
Varin skot: Bjarki Garðarsson 7/1, 26,9% – Jovan Kukobat 4, 30,8%.
Tölfræði allra leikja kvöldsins er að finna hjá HBStatz.
Leikir í lokaumferðinni á sunnudaginn kl. 18:
Haukar – FH
Stjarnan – Víkingur
Grótta – KA.
HK – ÍBV.
Afturelding – Fram
Selfoss – Valur.