Blomberg-Lippe, topplið þýsku 1. deildarinnar vann öruggan sigur á Val, 37:24, í fyrri viðureign liðanna í síðari umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Staðan var 21:12 í hálfleik. Leikurinn fór fram í Sporthalle an der Ulmenallee, heimavelli Blomberg-Lippe.
Síðari viðureign liðanna fer fram í N1-höll Valsara á sunnudaginn eftir rúma viku og hefst klukkan 17.
Leikurinn var jafn fyrstu 10 mínúturnar og staðan var 6:6 á þeim tíma. Eftir það hertu leikmenn Blomberg-Lippe róðurinn, ekki síst síðustu 10 mínútur fyrri hálfleiks. Breyttist staðan úr 15:11 í 21:12 á fáeinum mínútum.
Valur skoraði sitt fyrsta mark þegar tæpar 10 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Slíkt kunni ekki góðri lukku að stýra. Blomberg-Lippe jók jafnt og þétt forskot sitt og vann stórsigur.
Elín Rósa Magnúsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir Blomberg-Lippe í sínum fyrsta Evrópuleik fyrir félagið og það gegn sínum fyrrverandi samherjum. Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði tvö mörk og lét einnig til sín taka í vörninni. Andrea Jacobsen hélt sig til hlés.
Mörk Blomberg-Lippe: Nieke Kühne 8, Maxi Mühlner 5, Laura Rüffieux 4, Elín Rósa Magnúsdóttir 4, Farrelle Alicia Njinkeu 4, Alexia hauf 3, Díana Dögg Magnúsdóttir 2, Ona Vegue I Pena 2, Judith Tietien 2, Malin Sandberg 2, Nuria Bucher 1.
Varin skot: Bicole Roth 7, 37% – Mealnie Veith 3, 42% – Lara Sophie Lepschi 2, 29%.
Mörk Vals: Lovísa Thompson 6, Teha Imani Sturludóttir 4, Ásthildur Þórhallsdóttir 3, Hildur Björnsdóttir 3, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 3/2, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 1, Elísa Elíasdóttir 1, Guðrún Hekla Traustadóttir 1, Auður Ester Gestsdóttir 1, Arna Karítas Eiríksdóttir 1.
Varin skot: Engar upplýsingar á vef EHF.
Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.




