- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valur vann Ragnarsmótið – Stjarnan lagði Selfoss

Valsliðið heldur áfram að fagna og safna titlum undir stjórn Ágústs Þórs Jóhannssonar. Mynd/Baldur29gmail.com - Valur handbolti
- Auglýsing -

Valur vann sinn þriðja leik á Ragnarsmótinu í handknattleik kvenna í Sethöllinni á Selfossi í kvöld og stóð þar uppi sem sigurvegari á mótinu. Íslandsmeistararnir unnu Aftureldingu að þessu sinni með níu marka mun þrátt fyrir að vera langt frá því með sitt sterkasta lið, 32:23.

Að loknum fyrri hálfleik munaði fimm mörkum á liðunum, 15:10, Val í vil.


Í fyrri leik kvöldsins vann Stjarnan sinn fyrsta og eina sigur á mótinu þegar hún lagði lið Selfoss, 33:28.

Með þessu hlutu Afturelding, Selfoss og Stjarnan tvö stig hvort eftir þrjá lærdómsríka leiki á síðustu dögum í Sethöllinni.

Afturelding hélt í við Val fyrstu 15 til 20 mínútur fyrri hálfleiks. Eftir það jókst munurinn og þótt Aftureldingu tækist að minnka eitthvað muninn í síðari hálfleik var sigri Valsara aldrei ógnað.

Stjarnan var ekki sannfærandi í leik sínum gegn Aftureldingu og Val. Leikmenn hertu hinsvegar upp hugann gegn Selfoss í kvöld og unnu sannfærandi sigur. Grunnurinn var lagður á síðasta stundarfjórðungnum. Stjarnan var marki yfir, 24:23, þegar 15 mínútur voru til leiksloka. Tíu mínútum síðar var forskotið orðið sjö mörk. 31:24.


Selfoss – Stjarnan 28:33 (12:13).
Mörk Selfoss: Perla Ruth Albertsdóttir 12, Katla María Magnúsdóttir 8, Hulda Hrönn Bragadóttir 3, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 2, Adela Eyrún Jóhannsdóttir 1, Arna Kristín Einarsdóttir 1, Rakel Guðjónsdóttir 1.
Varin skot: Áslaug Ýr Bragadóttir 5, Cornelia Hermansson 4.
Mörk Stjörnunnar: Eva Björk Davíðsdóttir 7, Anna Karen Hansdóttir 6, Embla Steindórsdóttir 6, Helena Rut Örvarsdóttir 3, Hekla Rán Hilmisdóttir 3, Anna Karen Hansdóttir 2, Stefanía Theodórsdóttir 2, Vigdís Arna Hjartardóttir 2, Hanna Guðrún Hauksdóttir 1, Marinela Ana Gherman 1.
Varin skot: Elísabet Millý Elíasardóttir 9.

Valur – Afturelding 32:23 (15:10).
Mörk Vals: Ásdís Þóra Ágústsdóttir 6, Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir 6, Hildigunnur Einarsdóttir 6, Elín Rósa Magnúsdóttir 5, Sigríður Hauksdóttir 4, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 2, Lilja Ágústsdóttir 2, Arna Karitas Eiríksdóttir 1.
Varin skot: Sara Sif Helgadóttir 5, Arna Sif Jónsdóttir 2.
Mörk Aftureldingar: Susan Ines Gamboa 9, Anna Katrín Bjarkadóttir 3, Lovísa Líf Helenudóttir 3, Stefanía Ósk Engilbertsdóttir 3, Hildur Lilja Jónsdóttir 2, Katrín Helga Davíðsdóttir 2, Drífa Garðarsdóttir 1.
Varin skot: Saga Sif Gísladóttir 9.

Sjá einnig:
Afturelding og Valur fóru vel af stað á Selfossi
Stórsigur Vals á Stjörnunni – Heimaliðið sterkara
Óttast að Mariam hafi slitið krossband í gær

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -