Val er spáð efsta sæti bæði í Olísdeild karla og kvenna samkvæmt niðurstöðu árlegrar spár þjálfara og fyrirliða liðanna í deildinni. Spáin var opinberuð á kynningarfundi Olísdeildanna sem fram fór eftir hádegið í dag á Hlíðarenda.
Nýliðar Olísdeildar karla, Selfoss, falla úr deildinni næsta vor og Þór hafnar í næsta neðsta sæti og fer í umspil um sæti.
Selfossi er einnig spáð falli úr Olísdeild kvenna.
Olísdeild kvenna:
1. Valur – 142 stig.
2. Haukar – 128 stig.
3. Fram -104 stig.
4. ÍBV – 97 stig.
5. ÍR – 61 stig.
6. Stjarnan – 52 stig.
7. KA/Þór – 45 stig.
8. Selfoss – 43 stig.
Olísdeild karla:
1. Valur – 359 stig
2. Haukar – 306 stig
3. FH – 281 stig
4. ÍBV – 263 stig
5. Fram – 235 stig
6. Stjarnan – 231 stig
7. Afturelding – 225 stig
8. HK – 149 stig
9. ÍR – 129 stig
10. KA – 91 stig
11.Þór – 66 stig
12.Selfoss – 41 stig