Valur2 lagði Víking, 28:25, í Grill 66-deild kvenna í handknattleik í N1-höllinni á Hlíðarenda í kvöld í síðasta leik 11. umferðar. Valsliðið var fimm mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik og hafði reyndar undirtökin nær allan leikinn. Í gærkvöld lagði Fram2 neðsta lið deildarinnar, 31:17, í Víkinni eftir að hafa verið átta mörkum yfir þegar leikurinn var hálfnaður, 16:8.
Valur2 og Fram2 eru í fjórða og fimmta sæti deildarinnar með 14 stig hvort og eru aðeins stigi á eftir Aftureldingu sem er í fjórða sæti. Afturelding tapaði fyrir efsta liði Grill 66-deildar í gær, 31:22, eins og m.a. var sagt frá á handbolti.is.
Berserkir – Fram2 17:31 (8:16).
Mörk Berserkja: Sandra Björk Ketilsdóttir 5, Heiðrún María Guðmundsdóttir 4, Thelma Lind Victorsdóttir 4, Agnes Ýr Bjarkadóttir 2, Arna Sól Orradóttir 1, Brynja Dröfn Ásgeirsdóttir 1.
Varin skot: Freyja Sveinbjörnsdóttir 16.
Mörk Fram2: Sara Rún Gísladóttir 13, Þóra Lind Guðmundsdóttir 5, Valgerður Arnalds 4, Elín Ása Bjarnadóttir 3, Silja Jensdóttir 3, Margrét Á. Bjarnhéðinsdóttir 2, Sylvía Dröfn Stefánsdóttir 1.
Varin skot: Ethel Gyða Bjarnasen 15, Andrea Líf Líndal 8.
Valur2 – Víkingur 28:25 (15:10).
Mörk Vals2: Arna Karitas Eiríksdóttir 7, Ásrún Inga Arnarsdóttir 7, Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir 6, Guðrún Hekla Traustadóttir 4, Sara Lind Fróðadóttir 2, Ágústa Rún Jónasdóttir 1, Sólveig Þórmundsdóttir 1.
Varin skot: Arna Sif Jónsdóttir 15.
Mörk Víkings: Auður Brynja Sölvadóttir 6, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 6, Díana Ágústsdóttir 3, Ivana Jorna Meincke 3, Ester Inga Ögmundsdóttir 2, Sunna Katrín Hreinsdóttir 2, Arnbjörg Bertha Kristjánsdóttir 1, Andrea Ósk Þorkelsdóttir 1, Hafdís Shizuka Iura 1.
Varin skot: Anna Vala Axelsdóttir 7, Signý Pála Pálsdóttir 4.
Staðan í Grill 66-deildum.