- Auglýsing -
- Auglýsing -

Var á brattann að sækja

Teitur Örn Einarsson er sagður vera á leið til þýska stórliðsins Flensburg. Mynd/IFK Kristianstad - Kimme Persson Fotograf, Studio 11
- Auglýsing -

Bæði IFK Kristianstad og Skövde töpuðu leikjum sínum í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld og það fremur á sannfærandi hátt. IFK með þá Ólaf Andrés Guðmundsson og Teitur Örn Einarsson lá með sjö marka mun á heimavelli fyrir Ystads IF, 31:24. Bjarni Ófeigur Valdimarson var með Skövde í fimm marka tapi í heimsókn til Partille þar sem Sävehof er með bækistöðvar, 26:21.

Bjarni Ófeigur hefur aðeins náð nokkrum æfingum síðan hann kom til liðsins fyrir nokkrum vikum. Þar með hefur hann ekki komst vel inn í leik liðsins ennþá. Bjarni Ófeigur skoraði ekki mark í gærkvöld, átti aðeins eitt markskot.


Teitur Örn Einarsson skoraði þrjú mörk í átta skotum fyrir IFK Kristianstad auk þess að eiga sjö stoðsendingar í leiknum. Ólafur skoraði eitt mark einnig í sjö skotum átti þrjár stoðsendingar.


Mikið álag er á leikmönnum IFK þessa dagana. Þeir léku við Presov í Evrópudeildinni í fyrrakvöld og eiga leik strax aftur um helgina. Einnig hafa meiðsli sett strik í reikninginn. M.a. er markvörðurinn snjalli Esper Christiansen fjarri góðu gamni um þessar mundir. Norðmaðurinn hafði verið afar öflugur í marki Kristianstad í haust og í byrjun vetrar.


Staðan í sænsku úrvalsdeildinni:
Ystads IF 21(14), Malmö 20(13), Skövde 19(14), Alingsås 17(13), Kristianstad 16(12), Lugi 16(14), Sävehof 15(12), IFK Ystads 13(14), Hallby 10(14), Önnereds 10(14), Aranäs 10(14), Guif 10(13), Redbergslid 9(13), Varberg 8(13), Helsingborg 6(13).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -