- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Var alls ekki auðsótt mál fyrir Arnar

Arnar Pétursson landsliðsþjálfari kvenna. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Athygli vakti á dögunum þegar Arnar Pétursson landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik var ráðinn annar þjálfari kvennaliðs Fram í handknattleik. Hann starfar við hlið Rakelar Daggar Bragadóttur sem ráðin var eftirmaður Einars Jónssonar sem ákvað í vor, eftir að hafa þjálfað bæði karla- og kvennalið Fram á síðustu leiktíð, að láta nægja að vera þjálfari karlaliðsins á næstu leiktíð.

Er að ráða sig sem aðstoðarþjálfari

„Nei, í sjálfu sér var það ekkert auðsótt. Við fórum yfir það, með honum, um það hvað væri skynsamlegast í því. Hann er að ráða sig sem aðstoðarþjálfara. Við gerum stóran greinarmun þar á. Á endanum féllumst við á þá beiðni,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ í samtali við RÚV á dögunum.

Ein undantekning á síðari árum

Um nokkuð langt skeið hefur það ekki tíðkast að landsliðsþjálfari í handknattleik hafi samhliða þjálfað félagslið hér innanlands. Eina undantekningin hin síðari ár var þegar Aron Kristjánsson stýrði karlaliði Hauka tímabilið 2012/2013 eftir að hafa verið ráðinn landsliðsþjálfari síðsumars 2012 þegar Guðmundur Þórður Guðmundsson hætti eftir Ólympíuleikana í Lundúnum.

Mitt að vinna almennilega

„Ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta sé á einhvern hátt umdeilt en það er svo bara mitt að vinna almennilega með þetta og sýna að þetta sé í lagi og ganga þannig frá þessu að þetta verði allt saman eins og þetta á að vera,“ sagði Arnar Pétursson í samtali við Vísir/Stöð2 í vikunni og bætti við:

„Hingað til hef ég valið þá leikmenn sem ég hef trú á að skili okkur eins góðum árangri og hægt er. Það breytist ekkert þó ég sé kominn aðeins nær deildinni. Metnaðurinn er að A-landsliðið sé að taka þau skref fram á við sem við erum að stefna að.“

Arnar verður Rakel Dögg einnig innanhandar við þjálfun og stjórn U18 ára landsliðs kvenna á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Kína frá 14. til 25. ágúst.

Þjálfarar – helstu breytingar 2024

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -