„Við mættum bara klárar til leiks og byrjuðum af krafti strax. Liðsheildin var frábær,“ sagði Inga Dís Jóhannsdóttir leikmaður Hauka sem eðlilega var í sjöunda himni eftir stórsigur á Fram í fyrsta undanúrslitaleik liðanna í Úlfarsárdal síðdegis, 30:18.
„Það munar svo miklu fyrir okkur að ná strax upp varnarleik og markvörslu þá koma hraðaupphlaupin í kjölfarið. Þannig viljum við spila á miklum hraða. Þetta var draumaleikur,“ sagði Inga Dís sem lék sinn fyrsta landsleik á dögunum. Hún skoraði fjögur mörk í leiknum í dag.
„Þetta var bara fyrsti leikur og nóg eftir af þessu einvígi,“ bætti Inga Dís við sem hlakkar til heimaleiksins á Ásvöllum á þriðjudagskvöld.
Lengra viðtal við Ingu Dís er að finna í myndskeiði ofar í þessari grein.
Sjá einnig:
Okkar að finna lausnirnar fyrir næsta leik