- Auglýsing -
- Auglýsing -

Varnarleikur okkar og markvarsla lagði grunn að sigrinum

Nokkurra ára gömul mynd af Markus Baur þjálfara Göppingen. Mynd/EPA
- Auglýsing -

„Mínir menn léku mjög góðan varnarleik auk þess sem markvarslan var einnig mjög góð enda var samvinnan þar á millli til fyrirmyndar. Ég tel þessi atriði hafa lagt grunninn að sigri okkar,“ sagði Markus Baur þjálfari Göppingen á blaðamannafundi eftir sigur liðsins á Vals í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handknattleik í Origohöllinni í gær, 36:29.


Baur sagði lið sitt hafa búið sig vel undir erfiðan leik gegn vel þjálfuðu og fljótu liði Vals sem hafi náð afar góðum árangri í keppninni á tímabilinu.

„Vörn og markvarsla skiptir yfirleitt megin máli í handknattleik. Þau atriði voru í góðu lagi hjá okkur að þessu sinni og lykilatriðin að sigrinum. Við erum mjög ánægðir með sigurinn eins og gefur að skilja,“ sagði Baur ennfremur.

Markus Baur þjálfari Frisch Auf! Göppingen er 52 ára gamll og lék á sínum tíma með SG Wallau-Massenheim, TV Niederwürzbach, Wetzlar og Lemgo og varð þýskur meistari með síðarnefnda liðinu. Baur lék um langt árabil með þýska landsliðinu og varð m.a. Evrópumeistari 2004 og heimsmeistari 2007. Baur lék um 200 landsleiki fyrir Þýskaland og skoraði ríflega 600 mörk.
Baur varð þjálfari Lemgo í eitt ár eftir að hann lagði skóna á hillunu 2008. Síðan hefur hann þjálfað hjá Kadetten Schaffhausen, TuS Nettelstedt-Lübbecke, Stuttgart og loks Göppingen. Hann var ráðinn til félagsins í byrjun nóvember.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -