- Auglýsing -
- Auglýsing -

Veðrið setur strik í ferðaáætlanir FH-inga

Leikmenn RK Partizan höfðu góðar gætur á Jóhannesi Berg Andrasyni í fyrri viðureinginni við FH á laugardaginn í Kaplakrika. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Veðrið sem gengið hefur yfir landið síðustu klukkutíma hefur raskað ferðaáætlunum margra sem ætluðu að ferðast út fyrir landsteinanna í dag. Þar á meðal er karlalið FH í handknattleik sem á að mæta RK Partizan í Evrópubikarkeppninni í Belgrad á laugardaginn.


Til stóð að FH-ingar færu frá Keflavíkurflugvelli klukkan 14 í dag. Vegna hvassviðris var flugi seinkað fram til rúmlega hálf eitt í nótt til Þýskalands. Þar með var tengiflugið sem hugsað var í tengslum við flugið í dag í uppnámi auk þess sem leikmenn ná vart góðri hvíld næstu nótt.

Eftir því sem næst verður komist hefur FH-ingum tekist að fá annað flug fyrir hádegið á morgun frá Þýskalandi til Belgrad. Þangað verður komið eftir hádegið. Reynt verður að æfa við komuna til Belgrad, ná úr sér ferðastrengjunum, áður en reynt verður að hvílast sem best fyrir viðureignina við RK Partizan sem hefst klukkan 16 á laugardaginn að íslenskum tíma.

Jafntefli varð í fyrri viðureign FH og RK Partizan 34:34, í Kaplakrika á laugardaginn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -