- Auglýsing -
Ekkert verður af því að þráðurinn verði tekinn upp í Olísdeild kvenna í handknattleik á miðvikudaginn eins og til stóð. Viðureign ÍBV og HK sem fram átti að fara hefur verið slegið á frest. Samkvæmt tilkynningu frá HSÍ þá hefur smit kórónuveiru knúið dyra í herbúðum HK-liðsins.
Á þessari stundu er óvíst hvenær leikurinn fer fram. Síðast fór leikur fram í Olísdeild kvenna 11. desember.
Til stendur að þrír leikir fari fram í Olísdeild kvenna á laugardaginn. Þeir eru:
KA/Þór – Fram, kl. 16.
Afturelding – Haukar, kl. 16.
Valur – Stjarnan, kl. 18.
Stöðuna og næstu leiki í Olísdeild karla er að finna hér.
Trending
- Auglýsing -