- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Verðum að leika betur þegar lengra líður á HM

Þórir Hergeirsson lifði sig inn í leikinn við Suður Kóreu á HM í kvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

„Miðað við mótspyrnuna sem við höfum fengið til þessa þá er ég sáttur við hvernig liðið hefur leikið en við gerum okkur grein fyrir að það verður allt annað upp á teningnum þegar lengra liður á mótið og andstæðingarnir verða sterkari. Þá verðum við að leika betur, ekki síst í sókninni,“ sagði Þórir Hergeirsson þjálfari Evrópu- og heimsmeistara Noregs í handknattleik kvenna í samtali við handbolta.is í kvöld eftir að norska landsliðið hafði lokið riðlakeppni heimsmeistaramótsins í Stafangri. Liðið flyst til Þrándheims á morgun þar sem milliriðlakeppninin bíður m.a. með leikjum við Frakkland og Slóveníu og hugsanlega við Ísland.

Ánægður að fá Lunde og Solberg

„Ég hefur verið ánægður með varnarleikinn til þess og er glaður yfir að hafa fengið markverðina Silje Solberg og Katrine Lunde inn í liðið. Það leit ekki vel út með þær fyrir mánuði síðan þegar báðar glímdu við meiðsli. Það er hinsvegar óljóst hversu lengi þær halda út,” sagði Þórir sem hefur þriðja markvörðinn í hópnum Lunde og Solberg til halds og trausts.

Sóknarleikurinn hefur ekki gengið sem skildi að mati Þóris. Hann gerir sér vonir um að með fleiri leikjum verði framfarir í sóknarleiknum.

Óðagot og ekki í takti

„Það var svolítið óðagot á leikmönnum í síðasta leiknum, við Suður Kóreu í kvöld. Það var eins var eins og einbeitingin væri ekki nægilega góð.

Bæði uppstilltur sóknarleikur og seinni bylgju hraðaupphlaup er ekki eins góð og ég vil hafa þau. Engu er líkara en menn séu ekki í rytma og þess vegna hefur leikur okkar ekki runnið nógu vel. Menn koma af hálfum krafti í árásir, sendingarnar er misgóðar og svo er verið að brenna af færum, meðal annars því að leikmenn eru ekki á fullum krafti, eða eru ekki í takti,” segir Þórir sem segir að á þessum tímapunkti hafi hnökrarnir á sóknarleiknum ekki skipti miklu máli.

Bíður ennþá með Mørk

Nora Mørk hefur litið leikið með norska landsliðinu á heimsmeistaramótinu til þessa. Hún hefur verið lykilleikmaður norska landsliðsins um árabil, markakadrottning stórmóta og ævinlega á meðal þeirra sem á hvað flestar stoðsendingar. Þórir segir ástandið á Mörk vera þokkalegt. Hann hafi ekki viljað láta reyna á hana að nokkru marki enn sem komið er.

Undir miklu álagi

„Nora er í sjálfum sér heil heilsu en hún hefur verið undir gríðarlegu álagi með Esbjerg í Danmörku á leiktíðinni og leikið nánast alla leiki liðsins frá upphafi til enda. Leikmannahópur Esbjerg er alltof fámennur og þar af leiðandi hafa margir leikmenn leikið meira en góðu hófi gegnir.

Get ekki annað en vonað

Vegna þessa þá verður þá verður að finna jafnvægi á hversu mikið hún getur spilað með okkur. Ég vona að Nora þoli það að álag sem hún gæti lent í með okkur þegar líður á mótið. En ég get ekki gert annað en að vonað,” sagði Þórir Hergeirsson sem að vanda gefur sér góðan tíma til þess að tala við íslenska fjölmiðla á stórmótum og lætur jafnvel þá norsku bíða, fjölmiðlafulltrúa norska handknattleikssambandsins til gremju eins og m.a. var raunin í kvöld.

Þriðji öruggi sigurinn hjá Þóri og meistaraliði hans

HM kvenna ´23 – úrslit, leikjadagskrá, staðan

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -