- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Verðum að stöðva blæðinguna

Sebastian Alexandersson, þjálfaði Fram á síðasta tímabili. Hann er þjálfari HK. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson.
- Auglýsing -

„Við klikkuðum á vítakasti og tveimur dauðafærum á síðustu fimm mínútunum sem hefði getað breytt leiknum. Markvörður Vals gerði vel í að verja. Þar lá munurinn og er eitt af smáatriðunum sem ég hef svo oft minnst á,“ sagði Sebastian Alexandersson, þjálfari Fram, eftir tveggja marka tap fyrir Val, 26:24, í upphafsleik 17. umferðar Olísdeildarinnar í Origohöll Valsmanna við Hlíðarenda í gærkvöld.


„Við spiluðum okkur í færi, það vantaði ekki. Okkur tókst hinsvegar ekki að nýta færi og ekkert við því að segja,“ sagði Sebastian ennfremur eftir þriðja tapleik Fram í röð á einni viku.


„Það finnst engum gaman að tapa. FH-ingar voru betri en við. Ekki þarf að fjölyrða um síðasta leik á undan þessum gegn ÍBV. Þá viðureign áttum við að vinna. Allir vita hvað gerðist í þeim leik. Í dag fannst mér við eiga skilið meira en við fengum. Um það þýðir ekki að tala. Við getum ekkert annað en horft í baksýnisspegilinn.


Við verðum strax að hefja undirbúning fyrir næsta leik sem verður á mánudaginn. Við verðum strax að stöðva blæðinguna,“ sagði Sebastian Alexandersson, þjálfari Fram, í samtali við handbolta.is í gær.

Framarar fá Þórsara í heimsókn í Safamýri á mánudagskvöld klukkan 19.30.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -