- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Verðum að stöðva Rúnar

Rúnar Kárason gengur til liðs við ÍBV í sumar. Mynd/Ribe Esbjerg, Andersen.dk
- Auglýsing -

Rúnar Kárason hefur leikið vel með Ribe-Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni á keppnistímabilinu þótt liði hans hafi ekki gengið sem skildi en það situr í 11. sæti af 14 liðum deildarinnar með þrjú stig.

Rúnar er markahæsti leikmaður liðsins með 35 mörk í sjö leikjum. Hann situr í 14. sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar og er efstur Íslendinga sem leika í deildinni um þessar mundir. Rúnar er í sjötta sæti yfir þá sem eiga flestar stoðsendingar. Alls hefur hann átt 23 stoðsendingar sem skilað hafa mörkum.


„Til að eiga möguleika gegn Ribe-Esbjerg verðum við að stöðva skyttur liðsins hægra og vinstra megin, Rúnar Kárason og Nicolai Nygaard. Þeir hafa skorað 67 mörk og átt 49 stoðsendingar,“ segir Jesper Houmark, þjálfari Fredericia í samtali við danska fjölmiðla en lið hans sækir Rúnar og samherja heim í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Fredericia er í næsta sæti fyrir neðan Ribe-Esbjerg með tvö stig en á leik til góða.


„Við verðum að koma böndum á Rúnar og Nicolai. Þeir vinna afar vel með línumanninum sterka Miha Zvizej,“ segir Houmark ennfremur.

Auk Rúnars leik tveir Íslendingar til viðbótar með Ribe-Esbherg, Daníel Þór Ingason og Gunnar Steinn Jónsson.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -