- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Verðum að vera hrikalega klókir

- Auglýsing -

„Við erum klárir slaginn eftir tveggja daga hlé frá leikjum,“ segir Haukur Þrastarson, landsliðsmaður í handknattleik, spurður út í viðureign dagsins við Króata í fyrstu umferð milliriðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik í dag. Leikurinn hefst klukkan 14.30 í Malmö Arena og verður m.a. fylgt eftir í textalýsingu á handbolti.is.

Kærkomið hlé

Haukur segir að kærkomið hafi verið að fá tveggja daga hlé eftir átökin við Ungverja á þriðjudagskvöldið. Ekki hafi veitt af að safna kröftum eftir erfiðan leik við Ungverja.

„Króatar hafa stóra og sterka varnarmenn og einnig öfluga markverði, eins og við fengum síðast að kynnast á HM í fyrra. Við verðum að vera hrikalega klókir og gera allt okkar mjög vel til þess að vera tilbúnir í það sem Króatar bjóða upp á. Ég er sannfærður um að við munum gera það,“ segir Haukur sem væntir þess líka að sóknarleikur íslenska liðsins verði betri en gegn Ungverjum.

„Við verðum að vera búnir undir allt. Það geta komið upp svipaðar stöður og gegn Ungverjum. Króatar hafa gott varnarlið eins og Ungverjar. Þetta verður mjög erfiður leikur en þeim mun skemmtilegra að eiga við,“ segir Haukur.

Skref í rétta átt

Víst er að með sigri í dag stígur íslenska liðið gott skref í átt að einu af tveimur efstu sætum riðilsins. Kálið verður þó alls ekki sopið með sigri. Þrjár viðureignir verða enn eftir að loknum leiknum í dag áður en öll kurl verða komin til grafar.

Íslenska landsliðið hefur keppni í milliriðli með 2 stig eftir sigur á Ungverjum. Króatar eru án stiga eins og Ungverjar og Sviss. Ásamt íslenska landsliðinu hafa Slóvenar og Svíar tvö stig hvorir við upphaf milliriðlakeppninnar. Tvö efstu liðin fara áfram í undanúrslit og liðið í þriðja sæti leikur um 5. sætið og HM-farseðil við liðið í þriðja sæti í hinum milliriðlinum föstudaginn 30. janúar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -