- Auglýsing -
- Auglýsing -

Verðum klár í slaginn við Hauka

- Auglýsing -

„Við erum komin á ný í þá deild sem við viljum vera í með bestu liðunum,“ segir Eyþór Lárusson þjálfari nýliða Selfoss í Olísdeild kvenna í samtali við handbolta.is. Eyþór mætir með sveit sína til keppni á Ásvelli í kvöld gegn Haukum í upphafsleik deildarinnar. Flautað verður til leiks klukkan 18.

Eyþór, sem nýverið endurnýjaði samning sinn um þjálfun Selfossliðsins til þriggja ára, segir undirbúninginn hafa gengið nokkuð vel. „Undanfarna 10 til 14 daga hefur gengið vel og ég veit að við verðum klár í slaginn við Hauka,“ sagði Eyþór.

Varð til liðsheild

Selfoss féll úr Olísdeildinni eftir ársdvöl vorið 2023 en var ekki lengi að endurheimta sætið með yfirburða sigri í Grill 66-deildinni á síðustu leiktíð. „Það varð til liðsheild á góðu tímabili í Grilldeildinni auk þess sem við spiluðum góða leiki í bikarkeppninni. Við lékum reyndar ekki marga jafna leiki í fyrra en ég held við höfum lært af reynslunni,“ segir Eyþór sem er viss um að þrátt fyrir allt þá standi Selfossliðið betur að vígi nú en fyrir tveimur árum þegar liðið fór síðast upp úr Grill 66-deildinni.

Flaggskip Selfoss

Kvennalið Selfoss í handknattleik er flaggskip íþróttastarfsins í bæjarfélaginu enda það eina sem leikur í efstu deild í boltaíþróttum.

Lengra myndskeiðsviðtal er við Eyþór efst í fréttinni.

Sjá einnig: Leikjadagskrá Olísdeilda.

Konur – helstu félagaskipti 2024

Tökum einn leik fyrir í einu

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -