- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Verðum með góða blöndu leikmanna í vetur

Reiknað er að fullt verði út úr dyrum á viðureign Aftureldingar og FH á annað kvöld. Ljósmynd/Raggi Óla
- Auglýsing -

„Okkur gengur nokkuð vel við undirbúninginn. Við erum að koma nýjum mönnum inn í leikinn og slípa okkur saman,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari karlaliðs Aftureldingar í handknattleik í samtali við handbolta.is.

Afturelding varð bikarmeistari á síðasta keppnistímabili, hafnaði í 5. sæti í Olísdeildinni og féll úr leik eftir oddaleik gegn Haukum í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn.

Nokkur ný andlit

„Stærsta breytinginn hjá okkur á milli tímabila er koma tveggja nýrra línumanna og nýrra samstarfsmanna Bödda [Böðvar Páll Ásgeirsson] í þristastöðunni í vörninni. Til viðbótar jókst breiddin í sóknarleiknum okkar með komu Andra Más Helgasonar, Birgis Steins Jónssonar og Leós Snæs Péturssonar . Við erum að vinna við að stilla saman strengina. Ég tel okkur vera á ágætri leið þótt enn sé stutt liðið á undirbúningstímabilið,“ sagði Gunnar sem þjálfað hefur Aftureldingu frá sumrinu 2019.

Komnir:
Andri Þór Helgason frá Gróttu.
Birgir Steinn Jónsson frá Gróttu.
Gísli Rúnar Jóhannsson frá Haukum.
Leó Snær Pétursson frá Stjörnnni.
Jakob Aronsson frá Haukum (að láni).
Þorvaldur Tryggvason frá Fram.
Aftureldingarmenn fagna sigri í Poweradebikarnum í mars. Mynd/Raggi Óla

Fyrsti leikur í Eyjum

UMSK-mótið verður eina mótið sem Afturelding tekur þátt í á undirbúningstímanum. Einnig leikur liðið æfingaleiki en m.a. er framundan viðureign við deildarmeistara Vals á laugardaginn. Afturelding hefur keppnistímabilið í Vestmannaeyjum laugardaginn 2. september með viðureign við ÍBV í árlegri meistarakeppni HSÍ þar sem mætast Íslands- og bikarmeistarar síðasta tímabils.

Fimm dögum síðar sækir Afturelding lið FH heim í Kaplakrika í fyrstu umferð Olísdeildar karla.

Hættir / Farnir:
Einar Ingi Hrafnsson.
Gestur Ólafur Ingvarsson.
Pétur Júníusson.
Sveinn Aron Sveinsson.
Haukur Guðmundsson til Stjörnunnar (að láni).
Stefán Scheving Th. Guðmundsson til Víkings.
Úlfar Páll Monsi Þórðarson til Vals.

Ekki mikið að marka ennþá

„Eins og stendur er kannski lítið að marka okkar leik. Við erum ennþá að vinna í mörgum atriðum leiksins, jafnt í vörn sem sókn. Við nýtum tímann vel.“

Tveir utan æfingahópsins

Tveir leikmenn Aftureldingar, Birkir Benediktsson og Bergvin Þór Gíslason, eru utan æfingahópsins. Báðir eru að jafna sig eftir aðgerð, Birkir á mjöðm og Bergvin Þór á öxl.

„Birkir verður frá keppni í einhverjar vikur, kannski mánuði. Það er ekki gott að segja. Hann fær þann tíma til að jafna sig sem nauðsynlegur er.
Eins er með Bergvin Þór. Hann er á góðu róli eftir aðgerð á öxl í vor. Bergvin og Birkir eru ekki komnir fram á gólf á æfingar með okkur. Ég reikna með þeim fyrri hluta keppnistímabilsins, kannski í október, eins og staðan er núna,“ sagði Gunnar.

Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar á eftir að velta vöngum áður en keppnistímabilið hefst. Mynd/Raggi Óla

Þeir nýju lofa góðu

Breiddinn í leikmannahópi Aftureldingar verður meiri á komandi leiktíð en á þeirri síðustu, að mati Gunnars. „Nýju mennirnir þurfa sinn tíma en þeir lofa góðu. Við erum einnig með unga leikmenn sem fá sín tækifæri. Mér sýnist við verða með góða blöndu leikmanna í vetur,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari karlaliðs Aftureldingar í samtali við handbolta.is.

Leikjdagskrá Olísdeildar karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -