- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Verður að taka það jákvæða út úr þessu

Thea Imani Sturludóttir fagnar einu af mörkum sínum á HM. Mynd/EPA
- Auglýsing -

„Við léttum upp stemninguna eftir leikinn við Paragvæ. Horfðum saman á leik Ungverja og Svía og síðan litu nokkrar á kviss. Í dag fórum við aðeins yfir leikinn til að loka þeim kafla. Þar kom í ljós að við gerðum margt gott í leiknum Paragvæ. Því megum við ekki gleyma þótt við vitum að hægt hafi verið að gera betur. Við unnum leikinn, það skiptir öllum þegar upp er staðið,“ sagði Thea Imani Sturludóttir landsliðskona í samtali við handbolta.is.


Eftir dagskrá fyrri hluta dagsins í gær fengu leikmenn og starfsmenn frjálsan tíma þegar komið var fram yfir hádegið. Margir nýttu það til þess að rölta um Frederikshavn og líta á jólastemninguna í bænum.

Forvitnilegir andstæðingar

„Við erum bara spenntar fyrir síðustu leikina tvo og erum staðráðnar í að gíra okkur eins vel upp í þá og við getum,“ sagði Thea sem segir að þegar öllu sé á botninn hvolft þá sé það skemmtilegt og um leið forvitnilegt að mæta ólíkum andstæðingum með nokkra daga millibili, Grænlandi, Paragvæ, Kínverjum og annað hvort Kongó eða Chile í lokin.

„Þetta er svo ólíkt því sem maður er fást við. Andstæðingar sem maður þekkir ekki og þarf tíma til að átta sig á. Maður verður bara að taka það jákvæða út úr þessu,“ sagði Thea Imani.


„Við verðum fyrst og fremst að einbeita okkur að sjálfum okkur eins alltaf. Við viljum allar gera það besta úr stöðunni úr því að við erum komnar hingað til Frederikshavn og í forsetabikarinn. Ljúka tveimur síðustu leikjunum með sigrum,“ sagði Thea Imani Sturludóttir við handbolta.is í gær.

Viðureign Íslands og Kína hefst klukkan 17 í dag í Nord Arena í Frederikshavn á norður Jótlandi. Þeir sem ekki eiga þess kost að fylgjast með sjónvarpsútsendingu RÚV eiga þess vonandi kost að fylgjast með textalýsingu handbolta.is úr Nord Arena. Handbolti.is fylgir íslenska landsliðinu á HM frá upphafi til enda HM í gegnum súrt sem sætt.

HM kvenna ´23: Forsetabikar: leikir, úrslit, staðan

HM kvenna ´23 – milliriðlar, leikir, staðan

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -